Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 23:00

PGA: Bubba Watson leiðir á Cadillac heimsmótinu í Flórída eftir 2. dag

Það er sleggjan Bubba Watson sem leiðir þegar Cadillac heimsmótið er hálfnað.  Bubba átti frábæran hring í dag upp á 62 högg, þar sem dagsins ljós litu hvorki fleiri né færri en 9 fuglar, 1 örn og 1 skolli. Glæsilegt hjá Bubba!

Bubba er því alls búinn að spila á samtals -12 undir pari, 132 höggum (70 62).

Aðeins 1 höggi á eftir Bubba er Justin Rose, sem búinn er að spila báða hringi sína undir 70 (69 64) og enn öðru höggi á eftir í 3. sæti er forystumaður gærdagsins, Ástralinn Adam Scott (66 68), sem er að spila jafnt og fallegt golf.

Martin Kaymer er heldur betur búinn að taka stökk upp listann, en hann var á +1 yfir pari í gær en -8 undir pari í dag, þ.e. á 64 höggum. Hann deilir 7. sætinu með Charles Howell III og Charl Schwartzel.

Tiger er T-15, bætti sig um 5 högg frá því í gær (72 67) og nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy virðist heillum horfum en hann er T-28.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Cadillac heimsmótsins, smellið HÉR: