Bubba Watson
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2018 | 05:00

PGA: Bubba sigurvegari Travelers!!!

Það var Bubba Watson, sem varð sigurvegari á Travelers Championship, móti vikunnar á PGA mótaröðinni sem fram fór á TPC River Highlands, í Cromwell, Conneticut.

Sigurskor Bubba var 17 undir pari, 263 högg (70 63 67 63).

Sigur Bubba var sannfærandi en hann átti heil 3 högg á næstu menn, sem deildu 2. sætinu en það voru: Paul Casey, Stewart Cink,  JB Holmes og Beau Hossler.

Til þess að sjá lokastöðuna á Travelers SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Travelers SMELLIÐ HÉR: