Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 06:15

PGA: Bubba efstur fyrir lokahring Memorial – Hápunktar 3. dags

Bubba Watson leiðir eftir 3 hringi á Memorial mótinu;  hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (66 69 69).

„Ég er ekkert spenntur fyrir að fara í næsta mót og reyna að verða nr. 1 á heimslistanum, ég er ekki að reyna að vera næsti frábæri meistarinn, “ sagði Bubba m.a. eftir  3. hring. „Ég er bara að reyna að spila golf.“

Í 2. sæti fyrir lokahringinn er Scott Langley á samtals 11 undir pari og í 3. sæti á samtals 10 undir pari er Japaninn Hideki Matsuyama.

Í fjórða sætinu er síðan nr. 1 á heimslistanum Adam Scott á samtals 9 undir pari og 6 kylfingar deila 5. sætinu m.a. forystumaður 2. dags Paul Casey; allir á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á The Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR: