Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2018 | 23:59

PGA: Brooks Koepka sigraði á Opna bandaríska!!!

Það var bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka, sem sigraði á Opna bandaríska og varði þar með titil sinn.

Þetta er í fyrsta skipti í 29 ár að titilvörn lukkast á Opna bandaríska.

Samtals lék Koepka á  1 yfir pari, 281 höggi (75 66 72 68).

Í 2. sæti varð Tommy Fleetwood frá Englandi 1 höggi á eftir eða á 2 yfir pari, 282 höggum (75 66 78 63).

Í 3. sæti varð loks Dustin Johnson enn öðru höggi á eftir á 3 yfir pari, 283 höggum (69 67 77 70).

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska 2018 SMELLIÐ HÉR: