Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2011 | 00:30

PGA: Briny Baird efstur eftir 3. dag – Tiger í 38. sæti

Það er Bandaríkjamaðurinn Briny Baird, sem leiðir eftir 3. dag á FrysOpen.com – er –  13 undir pari  á samtals 200 höggum (67 69 64). Briny er sigurlaus í 347 PGA mótum, sem hann hefir tekið þátt í.  Hringurinn, sem hann spilaði í gær var einkar glæsilegur, sérstaklega örninn, sem hann fékk eftir að setja niður 5 metra pútt á par-4,  17. brautinni, sem varð til þess að hann fór -7 undir á hringnum og fékk frábæra skorið 64 högg.

Ernie Els og forystumaður gærdagsins Paul Casey deila 2. sætinu, 2 höggum á eftir Briny.

Tiger Woods átti síðan ágætis hring upp á 68 og greinilegt að hann er á réttri leið með allt sem hann gerir.  Tiger deilir 38. sætinu með 9 öðrum og er 9 höggum frá því að ná Briny.  Hann er á -4 undir pari, á samtals 209 höggum (73 68 68). Það verður erfitt fyrir hann að krækja í sigur á morgun, en hann gæti þó enn þokað sér ofar á skortöflunni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag FrysOpen.com smellið HÉR: