
PGA: Briny Baird efstur eftir 3. dag – Tiger í 38. sæti
Það er Bandaríkjamaðurinn Briny Baird, sem leiðir eftir 3. dag á FrysOpen.com – er – 13 undir pari á samtals 200 höggum (67 69 64). Briny er sigurlaus í 347 PGA mótum, sem hann hefir tekið þátt í. Hringurinn, sem hann spilaði í gær var einkar glæsilegur, sérstaklega örninn, sem hann fékk eftir að setja niður 5 metra pútt á par-4, 17. brautinni, sem varð til þess að hann fór -7 undir á hringnum og fékk frábæra skorið 64 högg.
Ernie Els og forystumaður gærdagsins Paul Casey deila 2. sætinu, 2 höggum á eftir Briny.
Tiger Woods átti síðan ágætis hring upp á 68 og greinilegt að hann er á réttri leið með allt sem hann gerir. Tiger deilir 38. sætinu með 9 öðrum og er 9 höggum frá því að ná Briny. Hann er á -4 undir pari, á samtals 209 höggum (73 68 68). Það verður erfitt fyrir hann að krækja í sigur á morgun, en hann gæti þó enn þokað sér ofar á skortöflunni.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag FrysOpen.com smellið HÉR:
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila