PGA: Brian Harman sigraði á John Deere Classic – Hápunktar 4. dags
Það var Brian Harman sem fagnaði sigri á John Deere Classic mótinu í gærkvöldi.
Zach Johnson, sem leiddi mestallt mótið og Harman eru nágrannar á St. Simons Island í Georgia og Johnson sagði m.a. eftirfarandi um nágranna sinn eftir að ljóst var að sigurinn væri Harman:
„Hann (Harman) hefir alltaf verið þekktur sem hugrakkur kylfingur, sem spilar býsna einfalt golf.“
„Hann er ákafur. Það er ekki mikil hræðsla í honum. Hann er e.t.v. lítill að líkamsvexti, en það er ekkert lítið varðandi golfið hans.“
Harman er 1,70 m hár og 70 kg en hann sigraði í gær með samtals skor upp á 22 undir pari, 262 höggum (63 68 65 66) og Zach Johnson, nágranni hans umsagnarglaði varð í 2. sæti 1 höggi á eftir á samtals 21 undir pari, 263 höggum (63 67 69 64).
Brian Harman er 27 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og sigurinn á John Deere Classic er fyrsti sigur hans á PGA Tour; sigur sem er kærkominn því auk verðlaunafésins fær Harman keppnisrétt næstu 2 ár á PGA Tour.
Þriðja sætinu deildu Jhonattan Vegas og Jerry Kelly á samtals 19 undir pari og Tim Clark og Scott Brown deildu 5. sætinu á samtals 18 undir pari.
Sá sem átti titil að verja í mótinu, Jordan Spieth deildi síðan 7. sætinu með Bo Van Pelt, Ryan Moore og Johnson Wagner en allir voru þeir á samtals 16 undir par, 6 höggum á eftir sigurvegaranum.
Til þess að sjá lokastöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
