Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2015 | 10:00

PGA: Brian Davis efstur e. 1. hring Valspar mótsins

Það er Brian Davis, sem er efstur eftir 1. dag Valspar mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið fer að venju fram á Copperhead vellinum í Innisbrook golfstaðnum í Palm Harbor, Flórída.

Davis lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

Aðeins 2 höggum á eftir Davis eru þeir Sean O´Hair og Rickie Barnes á 5 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR: