PGA: Bones verður kaddý Justin Thomas
Jim „Bones“ MacKay, fyrrum kylfusveinn Phil Mickelson, mun verða kylfusveinn Justin Thomas á næsta móti PGA Tour, Sony Open, sem fer fram á Hawaíí.
Bones hefir að undanförnu starfað sem golffréttaskýrandi á NBC og Golf Channel.
Kylfusveinn Thomas, Jimmy Johnson, varð að lúta í lægra haldi fyrir iljarfellsbólgu (ens.: plantar fasciitis) eftir 2 hringi á Sentry Tournament of Champions í Kapalua og sneri heim á meginland Bandaríkjanna til meðferðar og því vantar Thomas kylfusvein.
Pabbi Justin, Mike Thomas, bar kylfur hans á 3. hring á Plantation vellinum og fyrir lokahringinn er Justin í 30. sæti.
„Ég er þreyttur í fótunum. Alltaf gaman að geta gert þetta fyrir soninn þó,“ sagði Mike í viðtali við GolfDigest.com.
Mike mun bera kylfur Justin lokahringinn í dag, en Bones tekur síðan við í næstu viku.
Síðasta mót sem Bones var kylfusveinn í PGA Tour móti var árið 2016 á FedEx St. Jude Classic en þá sá fyrir endann á samstarfi þeirra, samstarfi þar sem Phil vann 42. sinnum á PGA Tour þ.á.m. á 5 risamótum.
„Mér finnst Justin frábær og ég hlakka til að vinna með honum,“ sagði Bones á Golf Channel.
Justin Thomas sigraði 5 sinnum á sl. ári, þ.á.m. í fyrsta risamóti sínu og FedExCup. Hann hefir nú þegar unnið einn sigur nú á 2017-2018 keppnistímabili PGA Tour.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
