Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2016 | 07:30

PGA: Blair vikið úr móti f. að beygla pútter meðan á leik stendur og nota breytta kylfuna

Golf getur verið pirrandi íþrótt og stundum sýður pirringurinn yfir og einhverjir beygla jafnframt pútterinn sinn með höfðinu á sér og er hent úr móti.

Ef þið hafið spilað golfhring þá vitið þið hversu mikil áskorun íþróttin er og hversu pirrandi það getur verið þegar boltinn fer ekki þangað sem þið ætlið honum þrátt fyrir að þið hafið gefið ykkar besta.

PGA Tour kylfingurinn Zac Blair veit allt of vel hvernig það er að verða svona pirraður og í fyrradag á 2. hring (þ.e. á föstudeginum) á Wells Fargo Championship missti hann pútt á 5. holu. Blair barði pútternum í höfuð sér, púttaði síðan og púttið datt.

Þannig að hvað er vandamálið?

Nú pútter Blair beyglaðist eftir að hann barði honum við höfuð sér og að nota beyglaðan pútter í móti er brot á reglu  4-3b.

4. kafli golfreglubókarinnar fjallar um kylfur.  Og í reglu 3b segir:

Ef kylfa leikmanns skemmist meðan á leik fyrirskipaðrar umferðar stendur við annað en eðlilegan leik, þannig að hún verður óleyfileg eða leikeiginleikar hennar breytast má ekki nota þá kylfu eða endurnýja hana það sem eftir er umferðarinnar.“

Og það var brot Blair – hann notaði pútterinn sinn beyglaðan, það mátti ekki.  Hann hefði hins vegar getað haldið leik áfram hefði hann sleppt því að nota beyglaðan pútter.

Það er ekkert venjulegt við að berja kylfu í höfuð sér þannig að hún beyglist. Blair var vikið úr mótinu en hafði samt húmor fyrir öllu eftir á.

Þannig skrifar hann á samfélagsmiðlunum:

Hey allir, höfuðið á mér er í lagi. Vinur minn hringdi í mig og spurði mig hvort ég hefði í alvörunni „brotið pútterinn minn og hent pinnanum yfir flötina“.“

Þannig að í næsta skipti sem þið eruð á flöt og látið tilfinningarnar ná tökum á ykkur, ekki hafa áhyggjur af því það sama kemur líka fyrir atvinnumennina.

Hins vegar gæti slíkt kostað ykkur, þ.e. ykkur kynni að vera vikið úr móti, þ.e. ef þið notið breyttar, beyglaðar kylfur eftir að þið hafið beyglað þær – þannig að það er öllum kylfingum fyrir bestu að reyna að hafa sem besta stjórn á sér á golfvellinum!

Fyrir þá sem vita ekki hver Zac Blair er þá má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: