Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2011 | 13:55

Birgir Leifur spilar á úrtökumóti fyrir PGA í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var nákvæmlega á birtingartíma þessarar fréttar að tía upp á 10. teig Magnolia golfvallarins í Pinewald Country Club of Pinehurst, í Norður-Karólínu.

Birgir Leifur á rástíma kl. 9:55 að staðartíma (hér á Íslandi, kl.13:55).

Það eru 76 kylfingar sem keppa í mótinu um að vera meðal efstu 20%.  Það eru því 15-16 efstu kylfingar í mótinu, sem komast á næsta stig úrtökumótsins og þeir efstu  þar spila á lokaúrtökumóti PGA í Flórída, 30.nóvember -5. desember n.k.

Alfredo Garcia Heredia

Meðal þekktra andstæðinga Birgis Leifs í mótinu er Spánverjinn Alfredo Garcia Heredia, en hann komst í gegnum Q-school Evróputúrsins á síðasta ári, varð þar í 19.-22. sæti og hefir því spilað á Evróputúrnum s.l. keppnistímabil. Alfredo er fæddur 19. desember 1981 og verður því 30 ára í þarnæsta mánuði. Alfredo kemur úr mikilli golffjölskyldu frá Gijon á Spáni.

Verkefni Birgis Leifs í dag og næstu daga er að reyna að komast í gegnum þetta 1. stig úrtökumóts fyrir PGA-mótaröðina og óskar Golf 1 honum alls góðs í því.

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs með því að smella HÉR: