Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 21:48

PGA: Billy Horschel sigurvegari Tour Championship – Hápunktar 4. dags

Það var Billy Horschel sem sigraði á Tour Championship.

Horschel lék á samtals 11 undir pari, 269 höggum (66 66 69 68).

Hann er því 10 milljónum dollara bónuspotti ríkari!!! …. og að verða faðir lítillar stúlku!!!

Í 2. sæti urðu sigurvegari Tour Championship 2010 Jim Furyk og nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy  samtals 8 undir pari, hver, heilum 3 höggum á eftir Horschel.

Justin Rose, Jason Day og Chris Kirk deildu 4. sætinu á samtals 7 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags Tour Championship SMELLIÐ HÉR: