Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 15:07

PGA: Ben Martin leiðir á Shriners – Hápunktar 3. dags

Ben Martin tók forystu á Shriners Hospital for Children´s Open með glæsihring upp á 62 högg á 3. degi.

Martin er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 196 höggum (68 66 62).

Í 2. sæti á samtals 15 undir pari er Skotinn Russell Knox og Jimmy Walker og Andrew Svoboda deila 3. sætinu á samtals 13 undir pari, hvor.

Nú er spenningur hvort Martin tekst að halda út og vinna fyrsta sigur sinn í kvöld á PGA Tour!

Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospital for Children´s Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags  Shriners Hospital for Children´s Open SMELLIÐ HÉR: