Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 05:00

PGA: Ben Curtis vann á Valero Texas Open – hápunktar og högg 4. dags

Þvílík gleði sem það hlýtur að vera hjá Ben Curtis að hitta aftur fjölskyldu sína, Candace og börnin tvö, þegar hann flýgur aftur heim til Ohio, eftir sigur á Valero Texas Open.

Gaman að geta loks fagnað sigri með fjölskyldu sinni eftir sigurleysi í 2045 dag, en Curtis,  sem er sigurvegari Opna breska 2003, hefir ekki unnið í eitt einasta skipti frá árinu 2006 – 6 löng ár!

„Það er langur tími“ sagði Ben Curtis eftir lokahringinn (sem lauk rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma).  Lokahringinn spilaði Curtis á 72 höggum, með fugli á lokaholunni, sem færði honum tveggja högga sigur á Matt Every og John Huh. „Á síðustu árum hefir mér liðið eins og ég væri svo nálægt því að spila vel í svo mörgum mótum. Ég endaði oft á að komast ekki í gegnum niðurskurði og það munaði aðeins 1 höggi, eða ég átti slæman hring eða púttaði ekki vel. En loksins small allt saman.“

Eftir að hafa aðeins haft takmarkaðan spilarétt – komst bara í 4 mót á fyrstu 16 vikum keppnistímabilsins, getur Curtis nú spilað á öllum mótum PGA Tour í fyrsta sinn frá því að hann sigraði í Royal St. George á Opna breska. Og hann er búinn að tryggja kortið sitt á túrnum í 2 ár.

Aðspurður hvar hann hyggðist keppa næst stóð ekki á svarinu: „Í New Orleans í næstu viku.“

Curtis var mjög stöðugur í mótinu um helgina.  Hann var í 2.sæti hvað varðar nákvæmni í drævum og í 2. sæti í að hitta flatir á tilskildum höggafjölda (sem er frábært miðað við að fremur hvasst var á mótsstað í San Antonio, Texas!)

Samtals spilaði Ben Curtis á samtals -9 undir pari, 279 höggum (67 67 73 72).

Í 2. sæti urðu þeir Matt Every og John Huh á samtals -7 undir, 281 höggi; Every (63 74 73 71) og Huh (77 68 67 69).

Til þess að sjá úrslitin að öðru leyti smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Valero Texas Open, smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. og lokdags Valero Texas Open, sem Curtis átti, smellið HÉR: