Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2012 | 06:30

PGA: Ben Curtis með forystu á Valero Texas Open fyrir lokahringinn

Ben Curtis leiðir enn eftir 3. dag Valero Texas Open. Í nótt spilaði hann á 73 höggum og er með 3 högga forystu á þann sem næstur kemur þ.e. Matt Every. Samtals er Curtis búinn að spila á -9 undir pari, 207 höggum (67 67 73), en Matt Every á samtals -6 undir pari, 210 höggum (63 74 73).

Í þriðja sæti eru 3 kylfingar  Charlie Wi, Seung-Yul Noh og John Huh, allir á -4 undir pari samtals, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Valero Texas Open smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Valero Texas Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Valero Texas Open smellið HÉR: