Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 09:00

PGA: Ben Curtis leiðir á Valero Texas Open eftir 2. dag … þegar hringnum var frestað vegna myrkurs

Það er Ben Curtis sem er í forystu þegar Valero Texas Open er hálfnað.  Hann er búinn að spila á -10 undir pari, samtals 134 höggum (67 67).

Nokkrir eiga samt eftir að ljúka 2. hring þ.á.m. Matt Every, sem leiddi eftir fyrsta dag, en hann er sem stendur á -7 undir pari og á tvær holur eftir óspilaðar.

Í 2. sæti sem stendur er Bandaríkjamaðurinn David Mathis, er á -8 undir pari, er samtals búinn að spila á 136 höggum (69 67) og í 3. sæti sem stendur, jafn Matt Every, en búinn að ljúka spili á 2. hring: Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale samtals -7 undir pari, 137 högg (72 65).

Til þess að sjá stöðuna eftir frestaðan 2. hring á Valero Texas Open, smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valero Texas Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags, sem Bill Lunde átti á Valero Texas Open, smellið HÉR: