Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2014 | 09:00

PGA: Ben Crane enn í forystu á Fedex St. Jude Classic – Hápunktar 2. dags

Grínistinn Ben Crane er enn í forystu á Fedex St. Jude Classic á eftir frábæran hring upp á 5 undir pari, 65 högg en þá er Crane samtals búinn að spila á 13 undir pari (63 65).

Crane er meðal fárra sem tókst að ljúka leik á 2. degi en margir kylfingar eiga eftir að klára 2. hring sinn.

Það varð tvívegis að fresta leik í gær vegna slæms veðurs og loks var mótinu frestað til dagsins í dag.

Til þess að sjá stöðuna á FedE St. Jude Classic  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: