Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 09:00

PGA: Bae og Gonzalez leiða e. 1. dag á Frys.com Open – Hápunktar 1. dags

Fyrsta mót vikunnar á nýju 2014-2015 keppnistímabili á PGA Tour fer fram nú í þessari viku en það er Frys.com Open.

Mótið fer fram á Siverado CC í Napa,Kaliforníu.

Eftir 1. dag er það tiltölulega óþekktur kylfingur, Andres Gonzalez sem leiðir ásamt Sang-Moon Bae, frá Suður-Kóreu, sem er örlítið þekktari. Sjá má kynningu Golf 1 á Sang-Moon Bae með því að SMELLA HÉR: 

Báðir léku þeir á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum.

Einn í þriðja sæti, aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum er Skotinn Martin Laird.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Frys.com Open með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: