Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2019 | 19:00

PGA: Ásar – Myndskeið

Hér kemur myndskeið fyrir þá sem hafa gaman af ásum.

Þetta er samsafn af þekktum ásum, sem náðst hafa á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, á undanförnum árum.

Sjáum við hér nokkra af bestu kylfingum heims s.s. Dustin Johnson fara holu höggi.

Samantektin hefst á ótrúlega flottum ás s-afríska kylfingsins Louis Oosthuizen á 16. holu Augusta National, en ásnum náði Oosthuizen 10. apríl 2016.

Eins eru rifjaðir upp nokkrir þekktir ásar, s.s. þegar Brian Harman fékk ás tvívegis á sama hring á PGA Tour 2015, en það hefir aðeins gerst þrívegis í sögu mótaraðarinnar, en þessir hafa tvívegis farið holu í höggi á sama keppnishring á móti PGA Tour: Bill Whedon, árið 1955 á 1. hring Insurance City Open; Yusaku Miyazato, árið 2006 á 2. hring Reno-Tahoe Open og síðan Brian Harman, sem við sjáum í meðfylgjandi myndskeiði en hann náði 2 ásum á sama hring PGA Tour á 4. hring The Barclays.

Gott er fyrir kylfinga að horfa á þetta myndskeið og önnur samskonar;  sjá síðan fyrir sér (visualize) að þeir fari sjálfir holu í höggi … og láta síðan kné fylgja kviði!

Hér má sjá myndskeið af samsafni ása sem náðst hafa í mótum PGA Tour SMELLIÐ HÉR: