PGA: Adam Scott komst ekki gegnum niðurskurð á Valspar
Nr. 4 á heimslistanum, Adam Scott, komst í gær ekki í gegnum niðurskurð á Valspar Championship, sem fram fer á Copperhead golfvellinum á Innisbrook golfstaðnum, í Flórída, sem margir Íslendingar kannast við.
Það þykja nú heldur betur fréttir til næsta bæjar enda flestir fréttamiðlar með fréttir af því í gær.
Þrjú ár eru síðan að Scott komst ekki í gegnum niðurskurð.
Kannski að andvökunætur séu farnar að taka toll af Scott, en hann er nýbakaður faðir; eða þá þetta er með vilja gert til þess að fá meiri tíma til þess að æfa sig fyrir það mót sem skiptir atvinnukylfingana mestu máli: Masters risamótið, sem sífellt nálgast.
Fleiri tilgátur hafa verið settar fram af hverju Scott komst ekki í gegnum niðurskurð en fæstar taka því trúanlegt að leik hans sé að hraka – þetta sé einfaldlega slæmur golfdagur hjá honum, sem jafnvel þeir bestu eigi. Hann var að spila sæmilega fyrri daginn (var á sléttu pari) en átti bara slæman 2. hring, upp á 4 yfir pari 75 högg, sem er allt, alltof mikið!
Scott lék á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (71 75) og það er einfaldlega of mikið en hann hefði samtals þurft að vera á 1 yfir pari eða betur til að komast í gegn!!! Það munaði 3 höggum hjá Scott.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
