PGA á Íslandi auglýsir e. framkvæmdastjóra
PGA á íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf.
Framkvæmdastjóri PGA sér um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við PGA‘s of Europe. Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá rekstrarreikningi í árslok. Önnur verkefni framkvæmdastjórans eru viðburðarstjórnun og hann er skólastjóri PGA skólans.
Viðburðastjórnun
Stjórn PGA leggur áherslu á að þau verkefni sem unnið er að séu hnitmiðuð. Verkefnin eru því frekar í færri en fleiri en gerð er krafa um að afraksturinn verði því betri.
Helstu verkefni PGA á Íslandi eru:
Stelpugolf
PGA ProAM
PGA unglinga golf
Haustþing PGA
Skólastjóri PGA skólans
Skólastjóri PGA skólans ber ábyrgð á því að kennsluáætlun sé fylgt. Hann vinnur með skólanefnd PGA að framþróun kennsluáætlunar og kemur fram fyrir hönd PGA gagnvart Educational Committee PGA‘s of Europe.
Um PGA á íslandi
Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 og er megintilgangur samtakanna að stuðla að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi. Í ársbyrjun 2017, voru félagsmenn 72 talsins.
PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi. Námið er byggt á því besta sem þekkist erlendis.
Á síðunni „Golfkennaraskólinn“ eru ýmsar upplýsingar um starfssemi skólans, m.a. námskrá, yfirlit yfir kennara og umsóknareyðublaðið.
Áhugasamir aðilar sendi inn umsóknir á pga@pga.is fyrir 15 september 2017.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
