Daníel Berger
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 11:00

PGA: 6 deila forystunni á Mayakoba – Hápunktar 1. dags

Það eru hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar, sem deila forystunni á OHL Classic í Mayakoba, sem er mót vikunnar á PGA túrnum.

Þetta eru þeir Will McKenzie, Robert Garrigus, Hudson Swafford, Steve Wheatcroft, Tony Finau og nýliðinn á túrnum Daníel Berger.

Sjá má kynningu Golf 1 á Daníel Berger með því að SMELLA HÉR: 

Þessir sex kylfingar spiluðu allir á 7 undir pari, 65 höggum.

13 kylfingar deila síðan 7. sætinu 1 höggi á eftir eftir forystumönnunum 6, þ.á.m. Davis Love III.

Mjög lág skor eru í mótinu, sem sést t.a.m. á því að aðeins 1 högg skilur að þann sem er í 1. og 20. sæti  og m.a. því að  „júmbóskorið“ er 76 högg.

Harris English, sem á titil að verja í mótinu, lék á 67 höggum og deilir 21. sætinu ásamt hópi 7 annarra kylfinga, sem aðeins eru 2 höggum á eftir forystumönnunum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag OHL Classic í Mayakoba SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á OHL Classic í Mayakoba SMELLIÐ HÉR: