Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 23:59

PGA: 4 í forystu í hálfleik Northern Trust – Hápunktar 2. dags

Fjórir kylfingar deila forystunni á Northern Trust mótinu, þeir Jhonattan Vegas frá Venezuela og Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Dustin Johnson og Jordan Spieth.

Allir hafa þeir spilað á samtals 6 undir pari, 134 höggum; Vegas (69 65); Spieth (69 65); Fowler (68 66); Johnson (65 69).

Matt Kuchar og Bubba Watson koma fast á hæla fjórmenninganna og deila 5. sætinu en báðir hafa spilað á samtals 5 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust í heild SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: