Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 12:15

PGA: 4 efstir á TOC e. 1. dag

Það eru fjórir kylfingar, sem deila 1. sætinu eftir 1. dag á Tournament of Champions (stytt í TOC) þ.e. móti meistaranna, þ.e. sigurvegara síðasta keppnistímbils á PGA Tour.

Mótið hófst í gær á Plantation golfvellinum í Kapalua, á Hawaii.

Kylfingarnir 4 sem eru efstir eru: Jordan Spieth, Chris Kirk, Webb Simpson og Michael Thompson.

Þeir léku allir fyrsta hring á 7 undir pari, 66 höggum.

Jafnir í 5. sæti eru síðan aðrir 4 kylfingar sem allir voru á 6 undir pari, 67 höggum þ.e.: Jason Dufner, Ryan Moore, Kevin Streelman og Zach Johnson.

Sjá má heildarstöðuna á TOC eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á TOC SMELLIÐ HÉR: