Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 09:00

PGA: 4 deila efsta sætinu f. lokahring Valero Texas Open

Það eru hvorki fleiri né færri en 4 kylfingar sem eru efstir og jafnir á Valero Texas Open, fyrir lokahringinn.

Þetta eru þeir Dylan Fritelli frá S-Afríku og Brandt Snedeker, Beau Hossler og J.J Spaun, frá Bandaríkjunum.

Þeir hafa allir spilað á samtals 10 undir pari, hver.

Ryan Palmer, sem leiddi í hálfleik, er dottinn niður í T-21 eftir hræðilegan 77 högga 3. hring.

Næsta öruggt er að Jordan Spieth tekst ekki að verja titil sinn, en hann er T-63, eftir 3 spilaða hringi í mótinu.

Sjá má stöðuna á Valero Texas Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Dylan Fritelli, er eini óbandaríski forystumaðurinn á Valero Texas Open