Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2020 | 18:00

PGA: 3 kylfingar draga sig úr RSM vegna Covid-19

PGA kylfingarnir Kramer Hickok, Henrik Norlander og Bill Haas hafa allir þurft að draga sig úr móti vikunnar, RSM Classic, á PGA Tour vegna þess að þeir hafa greinst með Covid-19.

Fyrstur til að greinast með Covid-19 var Bill Haas og kom Hickok í mótið í hans stað.

Rhein Gibson kemur nú í stað Hickok og Ryan Brehm fyrir Norlander.

Kylfingarnir sögðust hafa fundið fyrir einkennum Covid og veru vonsviknir að geta ekki spilað.

Þeir sögðust samt hlakka til að snúa aftur á nýju ári.

Sjá má fréttatilkynningu vegna málsins á heimasíðu PGA Tour – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Kramer Hickok.