PGA: 2 högga víti Rose dregið tilbaka
Á laugardeginum hlaut enski kylfingurinn Justin Rose 2 högga víti á The Players mótinu vegna þess að bolti hans var talinn hafa færst úr stað á 18. holu 3. hringjar.
Sjá hér (Eða sjáið þið boltann yfirleitt hreyfast eitthvað?):

Á sunnudeginum var vítið sem Rose hlaut dregið tilbaka og Rose fór úr samtals 5 undir pari, í heildarskori í 7 undir pari, jafnvel áður en hann tíaði upp á lokahringnum.
Rökin fyrir framangreindu er að finna í reglu 18.4 – en þetta er sama regla og notuð var um tilvik Tiger Woods á BMW Championship í fyrra (2013) þegar bolti hans var talinn hafa hreyfst a.m.k. titrað aðeins áður en hann sló.
Í reglu 18.4 segir:
„Ef bolti leikmanns hefir farið úr upprunalegri legu og í aðra legu vegna einhvers sem var ekki greinanlegt með nöktu auga á þeim tíma, þá er ákvörðun leikmanns að bolti hans hafi ekki hreyfst það sem hefir endanlegt gildi, jafnvel þó sýnt sé fram á síðar að sú ákvörðun hafi verið röng með notkun hátækniútbúnaðar.“
Lykilatriðið hér er „jafnvel þó sýnt sé fram á að ákvörðunin sé röng með notkun hátækniútbúnaðar.“ Í meginatriðum er ekki hægt að hljóta víti bara vegna þess að upptökuvélar sýna boltann hreyfast.
Í yfirlýsingu PGA um ákvörðunina í Rose-málinu segir m.a.:
„Nú í nótt, að því gefnu að breytt regla 18-4 tók gildi í janúar 2014 og hafði ekki verið beitt í keppnum á PGA Tour, þá endurskoðaði reglunefndin atvikið og einbeitti sér að því að hve miklu leyti hátækniútbúnaður hefði átt hlut að því að upprunalega ákvörðunin var tekin. Eftir þessa endurskoðun var ákveðið að eina leiðin til að ákveða hvort og hve mikið boltinn hefði hreyfst væri með notkun hátækniútbúnaðar.“
Veikur partur reglunnar er sá hversu huglæg hún er. Hversu mikil notkun hátækniútbúnaðar er of mikil notkun hans? Hvað er ekki nægileg notkun hans? Þetta á eftir að valda vandræðum í túlkun þegar til langs tíma er litið.
Og hvernig í ósköpunum lá ekki fyrir á laugardagskvöldinu þegar Rose var veitt vítið hversu mikill þáttur hátækniútbúnaðarins hefði verið til þess að greina atvikið á laugardagskvöldinu?
Á PGA.com mátti lesa:
„Eftir að hafa horft í meira en 30 mínútur á atvikið frá 3 mismunandi fréttatrukkum (á staðnum) þ.á.m. trukki Sky Sports eftir að David Probyn, dómari á Evrópumótaröðinni hringdi inn eftir að hafa horft á atvikið á Sky Sports í Evrópu – þá ákváðu dómarar mótsins að boltinn hefði hreyfst.“
Rose hafði þetta um málið að segja:
„Þeir þurftu að „zoom-a inn á boltann“ allur skjárinn var brotinn upp í minni einingar og boltinn var meira eins sexhyrningur á þessu stigi,“ sagði Rose, með grassnepil í hendinni. „Ef hann hreyfðist grasblaðsþykkt þá er það allt sem hann hreyfðist, en það sást smáfærsla boltans á skjánum. Undir 50 faldri stækkun í trukknum þá hreyfðist boltinn hugsanlega um 1 punkt í átt á kylfutánni, augljóslega, ef boltinn hreyfðist þá hreyfðist hann og ég á að fá víti.“
Hér liggur nokkuð ljóst fyrir að ekki var hægt að greina hreyfinguna nema með hátækniútbúnaði – spurningin aðeins hvernig Probyn sá hreyfinguna?
Eflaust á eftir að reyna á nýju reglubreytingu 18-4 í framtíðinni og fróðlegt að sjá hvernig hún verður túlkuð – en eitt er víst að ef reglur eru ekki skýrar er beinlínis verið að bjóða upp á að þær verði umdeildar.
Rose sigraði ekki í keppninni en ef hann hefði sigrað á The Players hefði þetta atvik vakið upp miklu meiri deilur en þær gera nú þegar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
