Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 18:00

PGA: 2 efstir e. 1. dag Quicken Loans

Þeir sem voru mest umtalaðir í gær á Quicken Loans mótinu voru þeir Rickie, Ryo og Retief.

Það eru þeir Retief Goosen og Ryo Ishikawa sem deila forystunni eftir 1. dag Quicken Loans mótsins, sem hófst í gær.

Báðir léku þeir á 8 undi pari, 63 höggum.

Þriðja sætinu deildu 3 kylfingar, sem allir léku á 7 undir pari, 64 höggum: Ernie Els, Justin Leonard og Kevin Chappel.

Rickie Fowler átti högg dagsins á PGA, á 1. hring Quicken Loans, en hann fór holu í höggi.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Quicken Loans, SMELLIÐ HÉR: