Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 22:00

PGA: 2 Bandaríkjamenn, 1 Kanadamaður og 1 Ný-Sjálendingur í bráðabana – Hver vinnur?

Það eru þeir Kevin Kisner og Robert Streb frá Bandaríkjunum og David Hearn frá Kanada og Ný-Sjálendingurinn Danny Lee, sem eru í bráðabana um sigur í Greenbriar Classic.

Allir léku þeir hefðbundnar 72 holur á TPC White Sulphur í Vestur-Virginíu á samtals 13 undir pari, 267 höggum, hver.

Því þarf bráðabana til að skera út um sigurinn. Nú er bara spurningin er hver þeirra sigrar?

Það er par-3 18. holan á TPC White Sulphur sem er spiluð aftur.

Russell Henley varð í 5. sæti í mótinu á samtals 12 undir pari – en hans tími hlýtur bara að fara að koma!

Fylgjast má með æsispennandi bráðabana á skortöflu með því að SMELLA HÉR: