Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 01:30

PGA: 15 högga sveifla hjá Rory – Myndskeið

Rory McIlroy, sem leiddi eftir 1. hring Memorial mótsins á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum lék 2. hringinn í dag á 6 yfir pari, 78 höggum.

Það var því hvorki meira né minna en 15 högga sveifla milli hringja hjá honum…

og fyrir vikið er hann fallinn niður skortöfluna í 24. sætið sem hann deilir með 12 öðrum kylfingum.

Skorkortið var ansi skrautlegt hjá Rory hann fékk 3 fugla og 3 skolla, en það sem virkilega var skrítið að sjá voru skrambarnir 3 sem hann fékk í röð á 13.-15. braut Muirfield vallarins í Dublin.

Sjá má myndskeið af hrakförum Rory á 2. hring The Memorial með því að SMELLA HÉR: