
PGA: Áhorfandi vildi vita hvaða sjampó Rory notaði – myndskeið: viðtal við Rory
Sigurvegari Opna bandaríska, Rory McIlroy var með hreinustu golfsýningu á PGA National í gær.
Sem dæmi mætti nefna þegar hann tók 7-járn í karganum á 11. braut og 181 yarda frá pinna og sló yfir vatnshindrunina fyrir framan flötina. Boltinn lenti ekki meira en 1/2 metra frá vatninu og Rory setti síðan niður 17 metra fuglachipp.
Eins bjargaði hann tveimur pörum á seinni 9 og fuglinn úr sandglompunni á par-5 18. brautinni færði skor hans niður í -4 undir par, 66 högg. Eftir fremur vindasaman hring átti hann 2 högg á keppinauta sína.
Rory er aðeins 1 hring frá því að vera 2. yngsti kylfingur, á eftir Tiger Woods, að verða nr. 1 á heimslistanum. Hann verður að sigra til þess að hrinda Luke Donald af hásætinu.
„Mér finnst svo sannarlega að ég verði að hætta að hugsa um þetta á morgun (þ.e. í dag),“ sagði McIlroy. „Ég verð að einbeita mér að því að vinna þetta golfmót. En það gæti reynst svolítið erfitt.“
McIlroy var í svipuðum sporum í síðustu viku þegar hann var í úrslitum á heimsmótinu í holukeppni, vitandi að sigur myndi færa honum 1. sæti heimslistans. En núna er það ekki bara Hunter Mahan sem getur komið í veg fyrir að hann hreppi 1. sætið.
McIlroy er eins og Golf 1 greindi frá í gær á -11 undir pari, samtals 199 höggum og hefir 2 högga forystu á hinn 22 ára nýliða, Harris English (66) og hinn 43 ára Tom Gillis (69). Sjö kylfingar eru innan við 5 högg frá forystunni þ.á.m. sigurvegari PGA Championship risamótsins Keegan Bradley og sigurvegari Masters 2011, Charl Schwartzel.
Hver er munurinn núna og fyrir viku síðan?
„Ég hafði ekki 2 högga forystu á fyrsta teig á lokahringnum,“ sagði Rory McIlroy, brosandi.
En hann veit að það er mikilvægt að beita ekki holukeppnishugsun í höggleiknum, sérstaklega vegna þess að byrjað verður fyrr, vegna hvassviðris sem spáð er og þar sem fuglar og skollar eru á bakvið sérhvert horn.
Rory er að venjast pressunni og athyglinni. Þúsundir áhorfenda eru við sérhverja braut og kringum hverja flöt að hvetja hann áfram. Einn áhorfandinn spurði hann m.a.s. á 17. teig hvers konar sjampó hann notaði á brúnu lokkaprýðina. (Innskot: Ekki fylgdi sögunni hvort eða hverju Rory svaraði).
„Þegar maður er í þessum sporum á mótum, þá er það ekki bara golfið sem þarf að fást við,“ sagði Rory. „Það er allt hitt sem fram fer fyrir utan það. Þetta er nokkuð sem ég á mun auðveldar með núna. Mér finnst ég betri alhliða kylfingur.“
Sjá má myndskeið af fuglinum sem Rory fékk á 18. braut á PGA National á 3. hring Honda Classic með því að smella HÉR:
Sjá má myndskeið af viðtali við Rory, sem tekið var eftir 3. hring Honda Classic með því að smella HÉR:
Heimild: CBS Sports
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða