
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 16:00
PGA á Íslandi: Derrick Moore er kennari ársins 2011
Um helgina fór fram aðalfundur PGA á Íslandi (Samtök atvinnukylfinga), og af því tilefni voru veittar viðurkenningar fyrir Kylfing ársins og Kennara ársins. Birgir Leifur Hafþórsson var valinn Kylfingur ársins, líkt og undanfarin ár, en hann hefur verið í fararbroddi íslenskra kylfinga. Hann hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni ekki síst fyrir árangur sinn á Áskorendamótaröðinni, þar sem hann tryggði sér fullan þátttökurétt fyrir árið 2012.
Derrick Moore var útnefndur Kennari ársins, fyrir framúrskarandi störf við afreksþjálfun kylfinga úr GKG, landsliðsins og störf við PGA Golfkennaraskólann. Þetta þýðir að GKG skartar öllum helstu viðurkenningum sem PGA hefur fram að færa á tímabilinu, en í lok sumar sigraði Íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson, á PGA meistaramótinu.
Heimild: golf.is
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)