Pettersen sigurvegari á Evían Masters
Það var norska frænka okkar Suzann Pettersen sem er sigurvegari 5. og síðasta risamóts kvennagolfsins Evian Masters, en mótinu var bætt við sem risamóti og spilað sem slíkt í fyrsta sinn í ár!
Suzann lék á samtals 10 undir pari og átti 2 högg á hina ungu Lydiu Ko, sem varð í 2. sæti á 8 undir pari, sem er stórglæsilegur árangur hjá þessari 16 ára telpu frá Nýja-Sjálandi.
Þess ber að geta að Ko, sem enn er áhugamaður er í 8. sæti Rolex-heimslistans yfir bestu kvenkylfinga heims og næsta víst að hún hækki enn meir á listanum eftir helgi.
Þetta er 2. risamótstitill Suzann og sigurskorið var 10 undir pari, 203 högg (66 69 68).
Mika Miyazato frá Japan sem leiddi allt mótið virðist hafa misst taugarnar, en hún átti afleitan lokahring upp á 79 högg!!! …. og fór úr 1. sætinu niður í það 19. sem hún deildi með 7 öðrum kylfingum, þ.á.m. þýsku kylfingunum Caroline Masson og Söndru Gal og hinni bandarísku Paulu Creamer. Gríðarleg vonbrigði þar, eflaust!!!
Til þess að sjá lokastöðuna á Evían Masters SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
