Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2015 | 12:00

Solheim Cup 2015: Pettersen biðst afsökunar á reglufestu sinni – Myndskeið

Norska frænka okkar Suzann Pettersen hefir beðið afsökunar á að hafa farið að golfreglum í Solheim Cup.

Nýtt sér golfreglurnar til þess að ná stigi fyrir lið sitt.

Golfreglurnar eru hluti af golfleiknum líka – þannig að setja má spurningarmerki við hvort rétt hafi verið að biðjast afsökunar?

Á sunnudagsmorgninum þegar Suzann ásamt Charley Hull voru að ljúka síðdegisfjórboltaleik sínum gegn nýliðanum Alison Lee og Brittany Lincicome í bandaríska liðinu á Solheim Cup tók Lee upp bolta sinn eftir að hafa púttað fyrir stigi og eftir að púttið geigaði.

Suzann fór til dómara og sagði að þær hefðu ekki gefið púttið – skv. reglubókinni varðar það holutapi hafi andstæðingarnir ekki gefið púttið.  Suzann sagði s.s. rétt var að púttið hefði ekki verið gefið …. og vann 17. holuna á grundvelli golfreglna.

Þetta var löglegt, en var það ekki líka siðlaust?  Og golf byggist nú að verulegu leyti á siðareglum.  Það er kristaltært að Suzann fór alveg rétt að. En stundum er fyllsti réttur megnasti óréttur og á því hefur Pettersen nú beðist afsökunar.

Það þykir einfaldlega óíþróttamannslegt að vinna leiki á grundvelli vísunar í golfreglubókina í staðinn fyrir að láta golfið ráða úrslitum.

Þetta þekkja allir kylfingar, því miður, einkum í kvennagolfinu og er t.a.m. skemmst að minnast að kvennasveit GKG vann sveitakeppni GSÍ 2013  gegn kvennasveit GK á grundvelli reglna en ekki golfleiks, s.s. rifja má upp í grein Golf 1 frá 2013 með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá/heyra afsökunarbeiðni Suzann Pettersen SMELLIÐ HÉR: