Peter Senior hættur í golfi
Aðeins 12 mánuðum eftir frábæran sigur á Australian Masters, segist Peter Senior, 57 ára, hættur í golfi. Senior lítur fremur ellilega út en hann er í raun á besta aldri fæddur 31. júlí 1959.
Hann segist varla lengur „geta stungið tíi í jörðina“ sökum krónískra meiðsla þannig að ástralska þrennan, sem hefst nú í vikunni verður að hans sögn hans síðasta.
„Ég get bara ekki afborið meiðslin lengur. Ég mun spila í nokkrum öldungamótum, en hvað annað keppnisgolf áhrærir þá held ég að þetta séu bara lokin. Það eru bara meiðslin sem hafa haft betur. Ég hef verið meiddur alla ævi og s.l. tvö ár hefir allt verið að mér.„
„Mér líður illa bara af því að mér líður ekki alltaf vel. Það er bara ekki hægt að spila þennan leik meiddur. Í hvert skipti sem ég slæ boltann líður mér eins og elding fari í gegnum mjöðmina á mér.“
„Ég var að spila vel [á NSW Open í síðustu viku] en ég gat ekki beygt mig yfir boltann á hægri hliðinni. Ég varð að tía upp með vinstri. Það er óvenjulegt að tía upp með hinni hendinni. Mér var mjög illt.“
Senior hefir sigrað öll mót þrennunnar Australian Open, PGA og Masters titla eftir að hann varð 50 ára og hann er sá elsti til að sigra á móti í Ástralíu.
En hann hefir verið meiddur á öxl, olnboga og í mjöðm s.l. 2 ár og það efir sannfært hann endanlega um að beta sé að hætta.
„Ég hef í raun ekkert sagt [um að draga mig í hlé], sagði Senior. „Þetta er bara búið að vera þreytandi. Ég elska leikinn enn. Mig myndi langa til að spila. Ég held að ég geti spilað virkilega vel. En eins og ég sagði er ekki hægt að spila meiddur. Ég myndi elska að spila nokkur ár hér, en ég vil ekki spila eins og ég er að gera.“
„Þegar ég hætti í júni á Champions Tour hugsaði ég: „Almáttugur, ég á eftir að sakna þessa.“
„En ég hef virkilega skemmt mér heima. Bara að vakna og fara út að ganga með konunni á ströndinni og fara í morgunmat [það er næs] … bara að gera hluti og skemmta mér með börnunum. Ég elska að vera með þeim. Ég vil bara gera þá hluti sem venjulegt fólk gerir.“
Þrátt fyrir að spila kvalinn þá hefir Senior aðeins einu sinni ekki komist í gegnum niðurskurð á NSW Open og þar munaði aðeins 1 höggi.
Senior vonast til að sín verði minnst sem „baráttumanns, sem naut leiksins,“ Sonur Senior, Mitchell mun verða á pokanum hjá föður sínum á Royal Sydney, í móti þar sem meðal þátttakenda eru Jordan Spieth og Adam Scott.
„Ég fer til sjúkraþjálfara [í þessari viku],“ sagði Senior. „Ég vil bara að mér líði aðeins betur þannig að ég geti skilað viðunandi árangri. Ég vil bara ná niðurskurði og spila vel.“
„Ég verð að berjast [við meiðslin]. Það er vont jafnvel þegar ég pútta. Ég er ágætur þegar ég geng en allar hreyfingar þar sem ég þarf að beygja mig eru sársaukafullar. Ég vil ekki vera gæji sem bara heldur í hlutina og kemur og tekur þátt.“
Þannig að Senior segist hættur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
