
Peter Alliss og Sandy Lyle hljóta inngöngu í Frægðarhöll kylfinga
Peter Alliss og Sandy Lyle, tveir af þekktustu bresku kylfingunum munu hljóta viðurkenningu á næsta ári 2012 fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar, þegar þeir verða teknir í frægðarhöll kylfinga.
Alliss, var valinn vegna lífstíðarafreka sinna en Lyle skv. alþjóðlegri atkvæðagreiðslu. Þeim verða veittar viðurkenningarnar ásamt Phil Mickelson, Hollis Stacy og Dan Jenkins við virðulega athöfn í World Golf Village, í St. Augustine í Flórída, 27. maí 2012 n.k.
Forsvarsmaður frægðarhallarinnar George O´Grady sagði við þetta tækifæri: „Þetta er sérstakur dagur fyrir Evróputúrinn. Peter Alliss og Sandy Lyle eru báðir verðugir fulltrúar frægðarhallarinnar.“
„Peter fylgdi eftir góðum ferli sínum með því að verða virtur og skemmtilegur golffréttaskýrandi og Sandy átti stóran þátt í því að hefja ímynd og vinsældir bresks og evrópsks golfs til hæða þegar hann sigraði 1985 á Opna breska og 1988 á Masters.“
Með fugli á 18. holu á Masters varð Sandy Lyle fyrsti Bretinn til þess að sigra á Augusta National. Meðal sigra hans eru The Players Championship 1987, en alls hefir hann sigrað 29 mót þ.á.m. 16 á Evróputúrnum og 3 aðra á PGA Tour. Árið 1987 varð hann MBE (Member of the Order of the British Empire).
„Ég er ekki bara ánægður, ég er mjög spenntur fyrir að vera heiðraður af Frægðarhöllinni,“ sagði þessi 53 ára Skoti. „Ég vil þakka öllum sem kusu mig – að vera settur í félagsskap þeirra bestu í íþrótt okkar er mjög sérstakt og ég hlakka mjög mikið til víxluathafnarinnar í maí.“
Peter Alliss lýsti sigrum Lyle, en hann hóf störf sem golffréttaskýrandi á BBC 1961 á Opna breska þegar Arnold Palmer sigraði í Royal Birkdale.
Peter er sonur Percy Alliss, sem var einn af færustu kylfingum sinnar kynslóðar. Peter gerðist atvinnumaður aðeins 15 ára. Hann vann 23 mót um allan heim milli áranna 1950 og 1960, þ.á.m. 3 bresk PGA meistaramót og vann Opna ítalska, spænska og portúgalska innan 3 vikna. Hann vann tvívegis og var í öllum Ryderbikarsliðum Breta&Íra á árunum 1953-1969. Hann var þar að auki fyrsti forseti European Women’s PGA og er fyrrverandi forseti British Greenkeepers’ Association, Alliss hefir líka hannað meira en 50 golfvelli og er mikils metinn höfundur yfir 20 golfbóka.
„Þetta kemur allt mjög á óvart,“ sagði Englendingurinn 80 ára (Aliss). „Ég er ánægður, hissa, auðmjúkur og þykir mér mikill heiður sýndur að það skuli hafa verið hugsað til mín á þennan hátt og að ég hafi hlotið minn sess í Frægðarhöllinni, sérstaklega þar sem kosið er í hana af fólki allsstaðar í heiminum.“
Nú hefst undirbúningur í Frægðarhöll kylfinga fyrir vígslu nýjustu félaganna á næsta ári 2012.
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða