Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 07:30

Peter Alliss gagnrýnir kærustu Garcia

Peter Alliss er þekktur fyrir ýmislegt m.a. að hafa unnið mörg golfmót á 5. og 6. áratug síðustu aldar.

Peter Alliss

Peter Alliss

Hin síðari ár hefir hann þó vakið athygli á sér fyrir alls kyns óviðurkvæmilegar athugasemdir, sem golffréttamaður BBC, sem oftar en ekki hafa haft undirtóna kynbundinna fordóma.

Nýjasta nýtt hjá hinum 86 ára Alliss er að hann gagnrýndi klæðnað kærustu sigurvegara Masters í ár, Sergio Garcia.

Það sem Alliss sagði var eftirfarandi: „“She’s got the shortest skirt on campus,” (Lausleg þýðing: Hún er í stysta pilsinu á háskólasvæðinu.“)

Það er ekki svo mikið orðin sem eru alvarleg heldur undirtónninn þar sem gefið er í skyn að Angela Akins, kærasta Sergio sé léttúðarfull háskóladrós.

Þegar Alliss lét ofarngreint falla gerði hann reyndar ráð fyrir að hann væri ekki í upptöku og hélt að enginn myndi heyra orð sín.

Hann tók undir með vinnuveitanda sínum, BBC, sem þurfti að biðjast afsökunar á orðunum að þau hefðu verið óviðeigandi.

Þetta er s.s. ekki í fyrsta sinn sem BBC hefir þurft að biðjast afsökunar á Alliss, því hið sama gerðist 2015 eftir Opna breska þegar Alliss sagði um eiginkonu sigurvegara Opna þá, Zach Johnson, þ.e. Kim Barclay:Hún heldur eflaust að ef þetta pútt dettur þá fái hún nýtt eldhús.“

Jeminn, þvílíkt hallæris komment!!!

Og 2015 var gósenár fyrir komment Alliss því það ár hæddist hann m.a. að vexti LPGA kylfingsins Christinu Kim , sem er fremur þéttvaxin, þegar hann sagði: „built for comfort, not speed“, eh? (lausleg þýðing: hún er byggð fyrir þægindi en ekki hraða, eh?)

En Alliss beit ekki úr skömminni með það heldur eru e.t.v. athyglisverðastar athugasemdir hans um að Muirfield ætti ekki að leyfa konum að gerast félagsmenn, sem lýsir bara hvers gamaldags og íhaldsamar ef ekki afturhaldsamar skoðanir hans eru.

Alliss sagði m.a. um konurnar í Muirfield að þær ættu að giftast fremur en að ganga í golfklúbb.

Til þess að toppa allt í karlrembu sinni sagði Alliss orðrétt: „Bra-burning merchants have “buggered up the game for a lot of people,”” (Bein þýðing: Brjóstahaldarabrennandi kvensur (hugtak Alliss fyrir kvenréttindakonur) ) hafa eyðilagt leikinn (þ.e. vafið leikinn (golfið) hori,) fyrir fullt af fólki).

Jafnframt gagnrýndi Alliss Rory McIlroy þegar sá lét sá skoðun sína í ljós hversu óviðeigandi honum þætti að kosning hefði þurft að fara tvívegis fram til þess að veita konum aðild að Muirfield klúbbnum.

Alliss sagði: „What a stupid thing for a bright lad to say,“Better [to] say nothing: ‘Oh, well I’m pleased for them, whatever they want’ and just walk away. I can get into arguments now because I’m eighty-bloody-six.”

(Lausleg þýðing: „Hversu heimskuleg athugasemd hjá gáfuðum pilt. Það væri betra að segja ekki neitt. Nú jæja, ég er bara ánægður fyrir þeirra hönd (þ.e. hönd kvenna), ok takið þetta bara og farið. Ég get blandast í deilur núna,  því ég er áttatíu og fjandans sex ára.“

Einmitt, Alliss er 86 ára. Er ekki kominn tími á að hann fari á eftirlaun og hætti þessu?