Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2023 | 18:00

Perla Sol varð í 29. sæti á Annika Invitational Europe mótinu

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR keppti á Annika Invitational Europe, dagana 12.-15. júní 2023.

Perlu Sól var boðin þátttakan vegna góðrar stöðu hennar á heimslistanum, en hún er m.a. Íslandsmeistari og Evrópumeistari unglinga.

Mótið fór fram á velli golfklúbbs Halmstad í samnefndri borg í Svíþjóð.

Perla Sól lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 75 78).

Hún varð í 29. sæti í mótinu. Glæsileg!!