Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2023 | 14:00

Perla Sól og Aron Snær Íslandsmeistarar í holukeppni 2023!

Íslandsmótinu í holukeppni 2023 lauk síðdegis í gær, 23. júlí 2023, við frábærar aðstæður á Hamarsvelli í Borgarnesi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, og Aron Snær Júlíusson, GKG, eru Íslandsmeistarar í houkeppni 2023.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau landa þessum titlum en mótið fór nú fram í 36. sinn.

Perla Sól lék gegn Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG, í úrslitum og hafði þar betur 4/3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA varð þriðja en hún sigraði Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, á 19. holu í leiknum um þriðja sætið.

Aron Snær lék gegn Aroni Emil Gunnarssyni, GOS, í úrslitaleiknum sem endaði 3/1 fyrir Aron Snæ. Í leiknum um þriðja sætið sigraði Hákon Örn Magnússon, GR, en hann sigraði Böðvar Braga Pálsson, GR, 3/2 í þeim leik.

Öll úrslit og myndir má nálgast með því að SMELLA HÉR