Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2019 | 08:00

Perla Sól nr. 1 – Frábært gengi íslensku ungmennanna í Flórída e. 1. dag!

Níu íslensk ungmenni eru nú við keppni á Holiday Classic at Orange County National í Flórída.

Ein þeirra er Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR. Hún er í frábærri stöðu eftir 1. dag í sínum aldursflokki, er í 1. sæti á 72 höggum og á 6 högg á næsta keppanda. Perla Sól keppir í flokki 13 ára og yngri hnáta. Annar íslenskur keppandi í þessum aldursflokki, Helga Signý Pálsdóttir GR, er í 10. sæti.

Aðrir íslenskir keppendur í mótinu hafa staðið sig frábærlega:

Flokkur 16-18 ára pilta:

Böðvar Bragi Pálsson, GR, er í 3. sæti á 75 höggum

Orri Snær Jónsson, NK, er T-4

Flokkur 14-15 ára drengja:

Róbert Leó Arnórsson, GKG er í 6. sæti á 80 höggum

Flokkur 14-18 ára stúlkna:

Lóa Johannsson, GB er í 3. sæti á 76 höggum

Auður Sigmundsdóttir, GR, er T-18

Bjarney Harðardóttir, GR er T-22

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM er T-33