Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2019 | 20:50

Perla Sól í 1. sæti á South Florida Kickoff e. 1. dag!!!

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, tekur þátt í South Florida Kickoff, sem fram fer dagana 28.-29. desember 2019, í PGA National Resort, West Palm Beach, Flórída.

Perla Sól spilar í flokki 13 ára og yngri hnáta.

Þegar hún á síðustu holuna óspilaða á hún heil 9 högg á næsta keppanda, en hún hefir spilað PGA National, á sléttu pari, fyrir lokaholuna.

Segja má að hún sé í góðri stöðu fyrir morgundaginn!!! Frábært hjá Perlu Sól!!!

Sjá má stöðuna á South Florida Kickoff eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: