Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2019 | 12:00

Perla Sól best íslensku keppendanna!

Níu íslensk ungmenni tóku þátt í Holiday Classic at Orange County National í Flórída. Mótið er hluti af Hurricane mótaröðinni og mjög sterkt.

Best íslensku keppendanna stóð Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sig en hún varð í 2. sæti í sínum flokki 13 ára og yngri hnáta á samtals 8 yfir pari.  Helga Signý Pálsdóttir, GR keppti einnig í þeim flokki og hún varð í 9. sæti á samtals 40 yfir pari.

Aðrir íslenskir keppendur í mótinu luku mótinu með eftirfarandi hætti:

Flokkur 16-18 ára pilta:

4. sæti: Böðvar Bragi Pálsson, GR, samtals 6 yfir pari.
13. sæti: Orri Snær Jónsson, NK, samtals 17 yfir pari.

Flokkur 14-15 ára drengja:

9. sæti: Róbert Leó Arnórsson, GKG, samtals 18 yfir pari.

Flokkur 14-18 ára stúlkna:

4. sæti: Lóa Johannsson, GB, samtals 12 yfir pari.
24. sæti: Auður Sigmundsdóttir, GR, samtals 31 yfir pari.
27. sæti: Bjarney Ósk Harðardóttir, GR, samtals 35 yfir pari.
29. sæti: Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, samtals 38 yfir pari.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: