Peggy Kirk Bell látin – Minningarathöfn fór fram í dag
Í dag fór fram minningarathöfn um einn af frumkvöðlum bandarísks kvennagolfs, Peggy Kirk Bell, en hún lést á heimili sínu Southern Pines, 23. nóvember s.l. 95 ára að aldri, umkringd fjölskyldu sinni.
Minningarathöfnin um Peggy Kirk Bell fór fram kl. 2:00 að staðartíma (þ.e. kl. 19:00 að íslenskum tíma) í Brownson Memorial Presbyterian Church.
Með Peggy er gengin einn af litríkustu og virtustu kylfingum síns tíma og jafnframt einn vinsælasti kylfingurinn, golfkennari og sendiherra golfíþróttarinnar.
Framlag hennar til golfleiksins var dreift um mörg svið og yfir langan tíma eða 70 ár.
Frú Bell fæddist í Findlay, Ohio, þann 28. október 1921; dóttir Grace og Robert Kirk. Hún byrjaði að spila golf sem táningur og var skjólstæðingur golfkennarans Leonard Schmutte.
Sem áhugamaður var hún einn albesti kvenkylfingur Bandaríkjanna.
Hún sigraði þrívegis á Ohio Women’s Amateur championship, sem og á hinum þekktu mótum North and South Amateur á Pinehurst. Aðrir virtir áhugamannatitlar sem hún vann á sínum tíma voru Eastern Amateur og the Augusta Titleholders.
Peggy var í Boston University’s Sargent College of Physical Education á árunum 1939- 1941,en flutti sig síðar í Rollins College í Winter Park, Florída., þaðan sem hún útskrifaðist árið 1943 með gráðu sem kennari. Hún var goðsögn í Rollins og í skólanum fer árlega fram mót sem heitir í höfuðið á henni.
Peggy Kirk Bell er jafnframt með heiðursgráðu frá University of Findlay, Methodist College og Sandhills Community College.
Peggy Kirk giftist Warren (Bullet) Bell árið 1953. Hann var fyrrum körfuboltaleikmaður bæði í bandaríska háskólakörfunni og síðar lék hann einnig sem atvinnumaður með Ft. Wayne Pistons.
Þetta heillandi, íþróttamannslega par fluttist suður til Flórída árið sem þau giftu sig og þau keyptu og gerðu upp Pine Needles golfvöllinn í Southern Pines. Eftir að hafa gert völlinn að golfstað opnuðu Bell-hjónin einn af fyrstu golfskólum Bandaríkjanna og var Peggy yfirkennarinn. Skólinn starfar enn í dag undir nafninu Golfaris.
Frú Bell var einn af uppafsfélögum og stjórnendum Ladies Professional Golf Association LPGA. Peggy var flugmaður og flaug sjálf á mótin, sem hún tók þátt í og reyndi að auglýsa og vann markaðsvinnu fyrir LPGA.
Sem áhugamaður 1947 var hún í liði með hinni frægu Babe Zaharias og saman sigruðu þær International Four Ball Championship. Sjá fyrri greinar Golf 1 um Babe Zaharias með því að SMELLA HÉR 1: SMELLA HÉR 2: og SMELLA HÉR3:
Peggy Kirk Bell var liðsmaður í liði Bandaríkjanna í Curtis Cupárið 1950 og gerðist atvinnumaður sama ár. Hún skrifaði undir auglýsingasamning við Spalding Sporting Goods Co. og var í fyrsta atvinnumannaWeathervaneliðinu árið 1952.
Frú Bell þreyttist seint að breiða út golfíþróttina og leggja henni lið. Fyrir framlag sitt var hún margsinnis heiðruð og hlaut margar viðurkenningar m.a. Bobby Jones award sem veitt er af bandaríska golfsambandinu USGA, the Golf Writers Association’s William Richardson Award og the LPGA’s Ellen Griffin Rolex Award. The National Golf Foundation’s Joe Graffis Award, og the National Golf Course Owners Order of Merit.
Frú Bell er félagi í 7 frægðarhöllum þ.á.m.: the Ohio sports, the North Carolina Sports, North Carolina Business, the LPGA teaching division, og eins var hún fyrsta konan til þess að hljóta inngöngu í PGA golfkennara frægðarhöllina (ens.: PGA Golf Instructors Hall of Fame.)
Þrjú golftímarit, Golf Digest, Golf og Golf For Women, töldu hana einn besta golfkennara Bandaríkjanna. Hún var valin LPGA golfkennari ársins 1961, og hlaut heiðursnafnbótina PGA’s First Lady of Golf árið 2007. Frú Bell var einnig í the National Board of the Fellowship of Christian Athletes.
Auk Pine Needles Lodge and Country Club, eignuðust frú Bell og fjölskylda hennar Mid Pines Inn and Golf Club árið 1994.
Á báðum golfstöðum eru vellir hannaðir af hinum virta golfvallarhönnuði Donald Ross um miðbik 3. áratugarins.
Frú Bell var heiðursnefndarformaður US Women’s Open kvenrisamótana, sem fram fóru á Pine Needles árin 1996, 2001 og 2007.
Meðal náinna vina Peggy Kirk Bell voru heimsþekktir kylfinga á borð við Babe Zaharias, Patty Berg, Annika Sörenstam, Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Michael Jordan.
Eiginmaður Peggy, Warren “Bullet” Bell lést 1984.
Hún lætur eftir sig dætur sínar Bonnie McGowan gift Pat, sem er fyrrum atvinnumaður í golfi; Peggy Ann og eiginmann hennar Kelly Miller, sem er forseti Pine Needles og Mid Pines; og soninn Kirk.
Peggy Kirk Bell var stolt amma 8 barnabarna: Michael og Scotti McGowan; Blair, og Kellyann Miller, Melody Miller McClelland; and Walker, Charles & Gracie Bell.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
