Paulina Gretzky og Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 16:15

Paulina ver DJ f. gagnrýni vegna þátttökuleysis hans í Ríó

Flestar stærstu golfstjörnurnar, allt frá Jordan Spieth til Rory McIlroy til  nr. 2 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) drógu sig úr Ólympíuleikunum af ólíkum ástæðum – allt frá mikilli dagská og mikilla anna til megináhyggjuefnisins að því er virðist, en það er Zika vírusinn.

Svo virðist ein ástæðan bara vera skortur á löngun til þátttöku í Ólympíuleikunum, þar sem vantar gulrætur á borð við milljóna dala verðlaunafé.

DJ er í stuttu sumarfríi, sem hann ver í bátsferð með barnsmóður sinni Paulinu Gretzky – en hún setti mynd af þeim á Instagram og tugir á tugi ofan skömmuðust síðan í þeim vegna þess að DJ dró sig úr Ólympíuleikunum í Ríó.

Hér má sjá myndina í fullri stærð:

„Paulina and her fan- x-ing tastic man."  LMAO

„Paulina and her fan- f-ing-tastic man.“ LMAO

Paulina Gretzky svaraði í sama tón – og voru viðbrögð hennar eftirfarandi:

Listen here you hating pieces of s–t trolls. I’ll say it once he didn’t work his a– off his entire life for a gold medal he achieved his MAJOR and let everyone else do what they need to do and leave my fan-f–ing-tastic man alone,” skrifaði hún.

(Lausleg þýðing: „Hlustið nú á haturs skítatröllin ykkar. Ég segi þetta aðeins einu sinni: hann vann ekki af sér afturendann allt sitt líf fyrir gullmedalíu – hann hefir unnið risamót og látið alla gera það sem þeir þurfa að gera og látið frábæran mann minn í friði.“)

Nú eru félagsmiðlarnir uppfullir af viðbrögðum yfir „dónalegum“ viðbrögðum Paulinu.