Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 19:45

Paula Creamer 30 ára í dag!

Einn litríkasti kvenkylfingur Bandaríkjanna og nafn sem flestir þekkja – oft einnig nefnd Bleiki PardusinnPaula Creamer fæddist í dag fyrir 30 árum þ.e. 5. ágúst 1986, í Mountainview, Kaliforníu. Faðir hennar er atvinnuflugmaður en móðir hennar heimavinnandi. Hún ólst upp í Pleasanton, í Kaliforníu og frá heimili hennar var gott útsýni yfir á 1. teig á Castlewood Country Club-golfvellinum.

Bleiki Pardusinn á afmæli í dag!!!

Bleiki Pardusinn á afmæli í dag!!!

Í æsku hafði Paula mest gaman af dansi og fimleikum. Hún byrjaði að spila golf þegar hún var 10 ára gömul. Við 12 ára aldur vann hún samfellt 13 svæðisbundin unglingamót í N-Kaliforníu og trónaði á toppi lista yfir bestu unglings-stúlkur í ríkinu.

Árið 2000 fluttist Paula til Bradenton, í Flórída til þess að fara í IMG Golf Academy, þaðan sem hún útskrifaðist úr Pendleton útibúi golfskólans viku eftir fysta sigur sinn í LPGA-mótaröðinni. Hún fluttist aftur 2007 til Isleworth, í Widermere í Flórída, en meðal nágranna hennar þar er Tiger Woods.

Paula Creamer hefur unnið fyrir góðgerðarsamtök, þ.á.m. The First Tee, sem eru samtök sem styðja við bakið á ungum kylfingum. Hún gefur af tíma sínum til að kenna unglingum og hefur fjármagnað IMG Golf Academy skólastyrki.

Golf Digest taldi tekjur hennar af auglýsingasamningum fyrir árið 2008 nema $ 4.5 milljónum en það gerir hana að 3. tekjuhæsta kvenkylfingi LPGA. Paula er með auglýsingasamninga við TaylorMade-adidas, Citizen Watch Co, NEC og Royal Bank og Scotland Group.

Hún hefir alltaf haft mikið dálæti á að klæðast bleiku og þess vegna gaf vinkona hennar, Casey Wittenberg, henni gælunafnið “bleiki pardusinn”. Það nafn festist við hana eftir að Paula gerðist atvinnumaður í golfi. Til viðbótar öllum bleiku golfdressum Paulu er allur mestallur golfútbúnaður hennar s.s. kylfusköft, skór, boltar, golfpokinn hennar o.s.frv. í bleikum lit. Eins eru kylfu-coverin hennar höfuðið af bleika pardusnum. Loks notar hún alltaf bleika bolta á lokahring hvers móts, sem hún tekur þátt í, en boltinn er framleiddur af Precept Golf.

Paula hefir hvað eftir annað, hálfa ævina svo að segja verið á listum yfir kynþokkafyllstu kvenkylfinga heims

Sjá t.d. eldri Golf 1 greinar þar sem Paula hefir hvað eftir annað verið á listum yfir kynþokkafyllst kvenkylfinga heims með t.d. því að SMELLA HÉR eða með því að SMELLA HÉR: 

Paula Creamer er vinsæl í Bandaríkjunum

Paula Creamer er vinsæl í Bandaríkjunum

Áhugamannaferill Paulu

Á áhugamannaferli sínum vann Paula 19 mót þ.á.m. 11 mót á vegum AJGA (American Junior Golf Association) og var útnefnd kylfingur ársins 2003 af AJGA. Tvívegis (2002 og 2003) tók hún þátt í unglingaliðakeppni Solheim-bikarsins. Hún lenti í 2. sæti í bandaríska meistaramóti stúlkna (US Girls Junior Championship) og í bandaríska áhugamannameistaramóti kvenna (US Women´s Amateur Championship) og náði sama árangri ári síðar. Í júní 2004, varð Paula í 2. sæti í ShopRite LPGA Classic-mótinu, aðeins 1 höggi á eftir Christie Kerr. Seinna sama ár varð hún jöfn öðrum í 13. sæti (T-13) á Opna bandaríska kvennamótinu (US Women´s Open) og var einn fulltrúa Bandaríkjanna í Curtis Cup. Í desember 2004 vann Paula LPGA Tour Final Qualifying Tournament með 5 höggum og hlaut þar með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni fyrir 2005 keppnistímabilið. Hún varð atvinnumaður í golfi á 18 ára afmælisdag sinn.

Ferill Paulu sem atvinnumanns 2005-2007

Eftir að Paula öðlaðist rétt til þátttöku í LPGA-mótaröðinni, árið 2005, varð hún fljótt einn af topp kylfingum þeirrar mótaraðar. Þann 22. maí 2005 setti hún niður 5 m pútt fyrir fugli á síðustu holu á Sybase Classic-mótinu í New Rochelle, New York og vann mótið þar með á einu höggi. Paula var sú yngsta tl að vinna “margra-umferða- mót” í sögu LPGA (Marlene Hagge vann tvívegis og var yngri en Paula Creamer, en hún lét aðeins á 18 holu mótum).

Þann 23. júlí 2005 vann Paula annan titil sinn það árið, er hún sigraði á Evian Masters-mótinu í Frakklandi með 8 höggum. Hún er yngsti og fljótasti kylfingur innan vébanda LPGA til þess að ná $ 1.000.000 í verðlaunafé.

Paula er gríðarlega vinsæl í Japan - Árið 2005 sigraði hún á NEC mótinu í Japan - Myndin er tekin þar!

Paula er gríðarlega vinsæl í Japan – Árið 2005 sigraði hún á NEC mótinu í Japan – Myndin er tekin þar!

Í ágúst 2005 vann Creamer Opna NEC-mótið á LPGA-túrnum í Japan og bætti síðan við sigri í Masters GC Ladies-mótinu tveimur mánuðum síðar. Hún ávann sér rétt til þátttöku í Solheim-liðakeppninni og er yngst til þess að hafa keppt í þeirri keppni. Hún var í liði Bandaríkjamanna, sem vann Solheim 2005. Hún hlaut titilinn “nýliði ársins” 2005 og vann sér inn $ 1.5 milljónir í verðlaunafé það ár, sem varð til þess að hún lenti í 2. sæti peningalistans á eftir Anniku Sörenstam. Alls vann hún 8 sigra 2005.

Árið 2006 gekk ekki eins vel. Paula vann ekki eitt einasta mót og þjáðist af úlnliðs- og fótar-meiðslum. Hún náði þó að vinna sér inn $ 1.000.000 og komast gegnum niðurskurð í öllum 27 mótum LPGA-mótaraðarinnar en þar af lenti hún í 10 skipti meðal efstu 14. Besti árangur hennar 2006 var þegar hún varð jöfn annarri (T-2) í The Mitchll Company Tournament of Champions.

Árið 2007 varð öllu árangursríkara en hún vann m.a. 2 LPGA-mót. Þann 17. febrúar 2007 sigraði hún Opna SBS-mótið í Turtle Bay, þegar hún setti niður 12 metra pútt á 17 holu á lokahringnum og sigraði Julietu Granada með 1 höggi. Í nóvember 2007 vann Paula, The Michell Company Tournament of Champions og sigraði “Birdie Kim” með 8 höggum. Hún var líka í liði Bandaríkjanna í Solheim Cup 2007. Þetta keppnistímabil var hún 13 sinnum meðal 10 efstu í mótum, sem hún tók þátt í; vann sér inn yfir $ 1.3 milljónir og lenti í 3. sæti á peningalistanum.

Paula Creamer á 2. hring SBS mótsins, sem hún sigraði á 2007

Paula Creamer á 2. hring SBS mótsins, sem hún sigraði á 2007

Ferill Paulu sem atvinnumanns 2008-2009

Á 2008 keppnistímabilinu vann Paula Creamer 4 LPGA-mót og vann sér inn $ 1.8 milljónir, sem er hæsta upphæð sem hún hafði nokkru sinni unnið sér inn. Í febrúar 2008 vann hún 5. LPGA titil sinn í Fields Open mótinu í Hawaii. Þann 27. apríl lenti hún í 2. sæti í Stanford International Pro-Am-mótinu, eftir að hafa tapað umspili við Anniku Sörenstam. Hún náði sér þó á strik vikunni þar á eftir þegar hún vann Juli Ingster í umspili í SemGroup meistaramótinu um 1. sætið. Þann 10. júlí kom Paula Creamer inn á 60 höggum í Jamie Farr Owens Corning Classic-mótinu aðeins 1 höggi yfir 59 högga meti Anniku Sörenstam á LPGA-túrnum. Hún lauk mótinu á 60-65-70-73 og vann Nicole Castrale með 2 höggum. Fjórði sigur Paulu árið 2008 kom síðan í október það ár, þegar hún vann Samsung World Championship með 1 höggi.

Í ADT-mótinu, síðustu keppni árið 2008 var Paula Creamer lögð inn með mikla magaverki, en upphaflega var talið að um væri að ræða lífhimnubólgu. Verkirnir höfðu mikil áhrif á leik Paulu fyrri helming ársins 2009, sem og sú staðreynd að læknum tókst ekki að sjúkdómsgreina hana. Hún lenti í 6. sæti á Opna bandaríska kvennamótinu 2009 (US Women´s Open), sem fór fram í Saucon Valley Country Club. Eins var hún í vinningsliði Bandaríkjanna í Solheim Cup í ágúst 2009. Besti árangur hennar á síðasta ári voru 2. sætið á LPGA Corning Classic-mótinu og Lorena Ochoa Invitational.

Paula lenti í 10. sæti á LPGA peningalistanum, með lítið yfir $ 1.1 milljón. Í lok árs 2009 var Paula Creamer í 13. sæti yfir tekjuhæstu kvenkylfinga í sögu LPGA, með heildarverðlaunafé upp á $ 6.968.600.

Paula Creamer á Fields Open í Hawaii, þar sem hún vann 5. titil sinn

Paula Creamer á Fields Open í Hawaii, þar sem hún vann 5. titil sinn

2010–2011
Creamer dró sig úr fyrsta móti ársins 2010 vegna meiðsla á vinstri þumarfingri, sem hún fékk í júní 2009 á Wegmans LPGA tournament. Meiðslin, vöðvatognun, kallaði á skurðaðgerð í mars eftir að aðrar aðferðir til lækninga dugðu ekki. Við uppskurðinn komu í ljós enn önnur meiðsl á þumalfingri Creamer. Paula var því að lengja fjarvegur sína frá golfinu meðan þumalfingurinn var að ná sér og sneri ekki aftur fyrr en í júní. Fyrsta mótið sem Paula spilaði í 2010 var the ShopRite LPGA Classic og Paula varð í 7. sæti á 10 undir pari.  Þann 11. júlí 2010, í 4. móti eftir þumalaðgerðina, sigraði Creamer á  kvenrisamótinu, U.S. Women’s Open.  Hún var eini kylfingurinn sem spilaði undir pari í mótinu með heildarskor upp á 3 undir pari, 4 höggum á undan Suzann Pettersen og Na Yeon Choi. Þetta var fyrsti risamótssigur á ferli Creamer. Sigur Creamer á U.S. Women’s Open var eini sigur hennar þetta keppnistímabil en hún varð samt 4 sinnum meðal topp-10 í þeim 14 mótum sem hún spilaði í.

Paula Creamer og sigur á US Women´s Open

Paula Creamer og sigur á US Women´s Open

Creamer sigraði ekki á 2011 keppnistímabilinu en hún varð 7 sinnum meðal efstu 5 og 10 sinnum meðal efstu 10. Besti árangur hennar þetta árið voru nokkrir T-2 árangrar þ.e. á RR Donnelley LPGA Founders Cup og CME Group Titleholders. Paula Creamer var aftur valin í U.S. Solheim Cup liðið árið 2011. Hún sigraði í fyrstu 3 af 4 viðureignum sínum, en tapaði fyrir skosku golfdrottningunni Catrionu Matthew fremur stórt eða 6&5 en þarna tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska.

2012–2013
Á Kingsmill Championship 2012  varð Paula Creamer jöfn Jiyai Shin, og það kom til bráðabana milli þeirra tveggja. Þær spiluðu 8 holur þar til úrslit lágu loks fyrir, voru báðar alltaf á pari. Bráðabaninn var síðan frestaður vegna myrkurs og haldið var áfram að spila morguninn eftir. Paula var með skolla á 9. holunni og tapaði fyrir Shin sem fékk enn eitt parið. Þetta var lengsti bráðabani í sögu LPGA. Vikuna á eftir varð Paula í 3. sæti á Women’s British Open risamótinu.

Paula Creamer vann sér inn meira $800,000 og var með 7 topp-10 árangra á 2012 keppnistímabilinu, en enn á ný tókst henni ekki að sigra.

Á 2013 keppnistímabilinu vann hún sér inn enn á ný meira enn $800,000 og var meðal efstu 10 6 sinnum. Hún tók líka þátt í Solheim Cup 2013, en tapaði 3 af 4 viðureignum sínum og bandaríska liðið tapaði 18-10 fyrir því evrópska á heimavelli.  Stór ósigur þetta fyrir lið Bandaríkjanna!!!

Solheim Cup 2013 var svekkjandi

Solheim Cup 2013 var svekkjandi

2014–2016
Creamer hóf 2014 keppnistímabilið með því að verða tvívegis T-3  í fyrstu mótunum sem hún tók þátt í það ár: ISPS Handa Women’s Australian Open og the Pure Silk-Bahamas LPGA Classic. Þann 2. mars 2014 sigraði Creamer í fyrsta LPGA móti sínu frá árinu 2010. Á HSBC Women’s Champions í Singapore, var hún jöfn Azahara Muñoz eftir 72 holu leik. Á 2. holu bráðabana sökti hún 75 feta þ.e. 25 metra!!! sigurpútti, sem seint gleymist!!!  Rifja má upp þetta stjörnpútt Creamer, sem eflaust er eitt það flottasta í golfsögunni hér að neðan

Það sem eftir var keppnistímabilsins átti Creamer einn topp-10 árangur í viðbót á 2014 Evian Championship. Vinningsfé hennar á LPGA Tour þetta keppnistímabilið voru $700,000. Hún varð í 22. sæti á peningalistanum sem var lakasti árangur hennar til þess tíma.

Eftir að hafa 4 sinnum í röð ekki tekist að komast í gegnum niðurskurð var Creamer komin niður fyrir 40. sætið á Rolex-heimslista kvenkylfinga í september 2015. Þetta var vegna breytinga á sveiflu hjá henni og golfútbúnaði. Creamer var val fyrirliða í Solheim Cup og var þetta í 6. sinn, sem hún tók þátt. Creamer átti svo sannarlega sinn þátt í sigri liðs Bandaríkjanna í Þýskalandi á Solheim Cup. Vinningsfé hennar 2015 var minna en  $400,000 og var hún neðarlega á peningalistanum eða í 47. sæti.  Paula Creamer breytti um sveifluþjálfara í byrjun árs  2016. Hún hafði unnið með David Whelan í 15 ár, en hún skipti um sveilfuþjálfara og er nú hjá Gary Gilchrist eftir að Whelan hætti hjá IMG Academy.

Í lok 2015 keppnistímabilsins var Creamer í 9. sæti yfir þá kylfinga LPGA sem unnið hafa sér inn mest vinningsfé á ferli sínum eða $11,492,473 … og Paula Creamer er aðeins 30 ára!!!

Paula á Solheim Cup 2015 - Mikil keppnismanneskja - Hún var val fyrirliða síns

Paula á Solheim Cup 2015 – Mikil keppnismanneskja – Hún var val fyrirliða síns

Leikstíll Paulu Creamer
Dræv Creamer eru tiltölulega stutt; árið 2012 var meðallengd hennar af teig u.þ.b. 245 yardar (224 metrar) og var hún í 193. sæti yfir mestu sleggjur LPGA og hefir ekkert lengt sig síðan. Golfdrottningin Beth Danél hefir sagt að stutt teighögg hennar séu það sem „komi í veg fyrir að Creamer sé allsráðandi á vellinum.“ En það sem bleika pardusinn vantar í högglengd vegur hún upp með nákvæmninni.  Hins vegar er hún heldur ekkert sérstök í púttum (þó hún svo sannarlega hafi átt sínar stjörnustundir á ferli sínum).  Ryan Herrington golfskríbent á Golf World magazine lýsti púttum hennar sem „sometimes balky“ (m.ö.o. stundum tregum). Hún var hins vegar í 1. sæti í tilætluðum höggafjölda á flötum árið 2009 og var reglulega meðal efstu í þeirri tölfræði allt til ársins 2014 eða þá féll Paula í 51. sætið.

Bleiki Pardusinn ekki högglöng af teig

Bleiki Pardusinn ekki högglöng af teig

Einkalíf
Creamer útskrifaðist frá IMGPendleton School vikuna eftir fyrsta LPGA sigur sinn árið 2005.[7] Hún fluttist til Isleworth árið 2007; og er nágranni Tiger í Windermere, Florida.

Creamer er á styrktarsamningi hjá fjölda fyrirtækja þ.á.m., TaylorMade-adidas, Citizen Watch Co., Ricoh, og Bridgestone Golf.Forbes mat auglýsingatekjur hennar 2013 $4.5 milljónir (og það er þar sem hún verður einn ríkasti kvenkylfingurinn – en ekki af verðlaunafé, sem er heldur lítið miðað við í karlagolfinu. Hún var meðal 10 hæstlaunuðu kveníþróttamanna það ár. Hún er m.a. hetja í tölvuleik framleiddum af EA Sports’ Tiger Woods PGA Tour series.

Frá árinu 2005 hefir Creamer unnið mikið að góðgerðarmálum m.a. fyrir The First Tee, sem eru samtök í Bandaríkjunum sem styðja við bakið á ungum kylfingum. Paula er gestgjafi í móti sínu the Paula 4 Kids Celebrity Event, sem er árlegt mót þar sem allur ágóði rennut til an The First Tee of Sarasota/Manatee í Flórída. Til viðbótar kemur hún oft fram á golf(leikja)námskeiðum (youth golf clinics) og hefir veitt skólastyrki í  IMG Academy. Paula setti líka á stofn sjóð sem hjálpar ungum kylfingum úr fjölskyldum hermanna. Hinn 16. desember 2013 gerði Creamer kunnugt um trúlofun sína og Derek Heath, flugmanns hjá United Airlines og fyrrum flugmann í bandaríska hernum. Þau giftust árið 2014.

Paula og eiginmaðurinn Derek

Paula og eiginmaðurinn Derek

Heimild: Wikipedia