Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 15:00

Paul McGinley telur Rory ekki lengur hafa forskot umfram aðra

Paul McGinley telur að næstu mánuðir setji tóninn fyrir næstu 5 ár í ferli Rory McIlroy.

Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu 2014 (McGinley) gaf viðtal í hádeginu í nýja Paul McGinley golfskólanum á Mount Juliet golfstaðnum á Írlandi, í gær og tjáði sig um lykilatriðin í því, sem er að hjá Rory, en hann hefir verið frá keppni á sl. keppnistímabili vegna meiðsla.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum og fjórfaldur risamótsmeistarinn, Rory, hefir nú runnið niður heimslistann og er nú í 6. sæti og þarfnast frábærs árangurs á BMW Championship, sem hefst í næstu viku, til þess að halda FedEx Cup titli sínum.

Rory verður 30 ára á næsta ári og það er skoðun McGinley að Rory sé í nokkurs konar umskipta fasa.

Þetta er mjög mikilvægur kafli á ferli Rory. Hann er að hefja nýjan kafla í lífi sínu. Hann er næstum 30 ára. Hann var að gifta sig og ber ábyrgð. Og annað sem er mikilvægt hvað Rory snertir er að landslagið á toppnum í atvinnugolfi hefir breyst.“

Þegar hann var nýr á golfratsjánni, hafði hann forskot fram yfir alla þar sem enginn gat slegið nálægt því eins löng teighögg og hann eða verið eins beinn og hann.“

Það eru fimm eða sex strákar – ég ætla ekki að taka Jordan Spieth með í dæmið þó hann sé frábær keppnismaður – en Brooks Koepka, Daniel Berger, Justin Thomas, Dustin Johnson og Jon Rahm, geta allir drævað eins beint og langt og Rory.“

Hann er ekki með þetta forskot sem hann var með áður,“ sagði McGinley.

Rory þarf líka að finna sér kylfusvein, sem hann verður með til langframa og s.s. tölfræðin sýnir þá hafa fleygjárnin og stutta járnaspilið brugðist honum á ögurstundum.

Hann þarf líka að jafna sig á áhrifum rifmeiðsla sinna, sem hefir hindrað hann við æfingar – það er þess vegna sem Rory hefir tekið ákvörðun um að spila aðeins í einu móti eftir BMW Championship en það er the Dunhill Links í næsta mánuði.

McGinley vonar að Rory finni sig og bæti risatitlum við þá 4 sem hann er nú þegar með. En hvort og hvenær hann vinnur 5. risamót sitt er skrifað í skýin.

Við vitum öll að hann er ótrúlega hæfileikaríkur. En sá eini með öll svörin er Rory. Það eina sem ég veit er að hann er á miðju kafi að ganga í gegnum kafla umskipta,“ sagði McGinley loks.