Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2015 | 08:00

Paul Lawrie hlýtur PGA Recognition Award

Paul Lawrie hlaut  the PGA Recognition Award á árlegri styrktarsamkomu í Grosvenor House Hotel, í London.

Verðlaunin hlýtur hann fyrir frábæran golfferil sinn þar sem hann vann m.a. Opna breska og einnig fyrir störf sín eftir að golfferlinum lauk en hann hefir gefið svo mikið tilbaka til golfsins m.a. með stofnun sjóðs sem styrkir unga og upprennandi kylfinga.

Eins kemur Lawrie almennt mikið að uppbyggingu barna-og unglingastarfs golfsins.

Mér er heiður að hljóta PGA’s Recognition Award og ég er stoltur af því að vera félagi (í PGA)“ sagði Lawrie, en þeir sem hlotið hafa verðlaunin á undan honum eru m.a. Seve Ballesteros, Colin Montgomerie og núverandi fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu, Darren Clarke.“

Ég hóf feril minn sem aðstoðarmaður í Banchory og æfði hjá Doug Smart, og lærði nokkuð sem nýtist mér enn í dag.  Það skiptir mig miklu að öll sú vinna sem ég og eiginkona mín Marian höfum sett í uppbyggingu sjóðsins sé að hljóta viðurkenningu PGA, ásamt golfferli mínum.“