Paul Azinger
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 10:00

Ryder Cup 2014: Paul Azinger: „Lykillinn að því að sigra lið Evrópu í Rydernum er að skipta bandaríska liðinu upp í smærri einingar.“

Fyrrverandi fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna Paul Azinger telur að það að búa til lítil gengi innan Ryder bikars sveit Bandaríkjanna geti  hjálpað til við að vinna sigur á liði Evrópu – en hann segist hafa  stolið hugmyndinni frá sjálfu evrópska liðinu.

Paul Azinger segir að það að skipta bandaríska Ryder bikars liðinu í klíkur sé lykillinn að því að það verði Bandaríkjamenn sem lyfti Ryder bikarnum í Gleneagles í næstu viku.

Í löngu einkaviðtali við Record Sport, uppljóstrar Azinger, fyrrum fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna leyndarmál sem hann telur að geti komið löndum sínum að gagni við að læsa aftur krumlunum um Ryder bikarinn.

Azinger var fyrirliði þegar Bandaríkin sigruðu 2008 og hann segir formúluna auðvelda: það þurfi að mynda litlar klíkur.

Azinger segist hafa rannsakað lið Evrópu fyrir leiki þeirra í Kentucky; hann hafi horft á hvernig þeir tóku stjórn á leikjum á þann hátt að þeir reyndust Bandaríkjamönnum erfiðir og allt í einu hafi þetta verið augljóst í hans augum.

Seve og Olly. Graeme McDowell og Rory McIlroy. Henrik Stenson og Robert Karlsson. Justin Rose og Ian Poulter.

Justin Rose og Ian Poulter

Justin Rose og Ian Poulter

Evrópa hefur alltaf haft þjóðrækin teymi innan teyma.

Þannig að Azinger segist hafa farið eins að. Corey Pavin hunsaði conceptið og tapaði í Celtic Manor en Davis Love III var fremur trúaður á það, en tapaði engu að síður.

Azinger er nú aðal golffréttaskýrandi og sérfræðingur ESPN hvað golf snertir og hann er ákveðinn að þetta sé leiðin til þess að sigra lið Evrópu á heimavelli.

Þannig sagði hann m.a í viðtalinu við Record Sport: „Davis notaði klíku hugarfarið og hafði yfirburði fyrstu tvo dagana í Medinah.  Þeir spiluðu vel, langt um betur en lið Evrópu.“

„Töfrarnir sem áttu sér stað í liði Evrópu á sunnudaginn eru fáheyrðir. Það var svipað og hjá okkur 1999 þegar við vorum á heimavelli, en að það skyldi gerast á útivelli fyrir lið Evrópu í Medinah var ótrúlegt.“

„Ég vona að Tom (Watson) noti svipaða aðferð og Davis og ég notuðum, þ.e. að skipta strákana upp í litla hópa.“

„Lið Evrópu er með litlar klíkur innan liðsins. Englendingana, Írana. Það hefur alltaf verið raunin með Evrópu. Þeir hafa haft Spánverja og Svíana. Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal. Graeme McDowell og Rory McIlroy. Justin Rose og Ian Poulter.“

„Veistu hvað þarf hjá okkur? Litlar klíkur. Það er það sem Davis var búinn að smíða í liðs-concept sitt alveg eins og ég gerði.“

„Corey gerð það hins vegar ekki. Honum var sama hvað ég gerði því hann spurði aldrei.“

„Davis hins vegar gerði það.  Við eyddum miklum tíma í að ræða liðs-conceptið og það fór mikil hugsun í það hjá honum.“

„Því miður fyrir Davis barðist lið Evrópu ákveðið á sunnudeginum og náði upp forskoti Bandaríkjamanna, sem unnist hafði dagana 2 þar á undan.“

„Ég hef talað við Tom um það og ég hef útskýrt í smáatriðum allt sem við gerðum.“

„Hann horfði og hlustaði á það og ég vona að hann verði með þennan stíl forystu.“

Azinger setti saman litlar tvenndir úr JB Holmes og Boo Weekley og Justin Leonard og Hunter Mahan, meðan Love tókst að skapa frábært samspil Keegan Bradley og Phil Mickelson og Dustin Johnson og Matt Kuchar.

Dustin Johnson og Matt Kuchar

Dustin Johnson og Matt Kuchar

Það er formúla sem greinilega virkar og Azinger sagði ennfremur: „Það sem Bandaríkin hafa haft á móti sér eru væntingarnar sem gerðar eru til liðsins, en yfirleitt er lið Bandaríkjanna talið sigurstranglegra og það sem vantar í liðið er að menn koma ekki eins auðveldlega saman sem lið og þeir í Evrópu.  Mér finnst þetta svona einfalt.“

„Evrópa hefur „bondað“ í litlum hópum.  Við förum þarna inn sem 12 einstaklingar, sem beðnir eru að „bonda“ á 3 dögum. Það er einfaldlega ekki nægur tími.“

„Ég braut liðið í smærri einingar og þeir „bonduðu“ í litlum hópum.“

„Mín nálgun í hópefli var einstök og ekki líkt neinu sem leikmenn okkar höfðu séð áður og það fékk þá til þess að komast inn í málin mjög fljótt.“

„Davis braut liðið í smærri hópa og tengdi þá saman á sama hátt.“

„Það er liðin tíð að Bandaríkin séu betri en Evrópa hvað hæfileika snertir í golfinu.“

„Hæfileikar liðanna eru mjög svipaðir og hlutverk fyrirliða að koma auga á sérstaka hæfileika hvers og eins innan hópsins.“

„Eins er það að finna út áþreifanlega ástæðu hvers vegna lið Evrópu sigrar og ég held að það sé vegna þess að liðin innan liðanna sigra í hvert skipti.“

Azinger gerir sér auðvitað grein fyrir að þetta concept hans nær aðeins svo langt.

Í hita leiksins þurfa leikmenn beggja  að framkvæma og gefa sitt besta.“

Azinger telur Evrópu hafa gott lið og hefir lýst yfir áhyggjum af tímasetningu vals fyrirliðanna á mönnum sem þeir geta valið í liðið.

Frábæra menn eins og FedEx Cup sigurvegarann Billy Horschel og Chris Kirk vanti í liðið og Azinger telur að Watson hafi meira verið að leita eftir reynslu í vali sínu á Keegan, Webb og Hunter.

Azinger telur of mikið gert úr hræðslu við að hafa nýliða í Ryder bikars liðunum og benti á að í liði sínu hefðu verið 6 nýliðar.

„Því fleiri leikjum sem við töpum þeim mun betra er að hafa krakka þarna, sem aldrei hafa verið þarna. Verum bara heiðarleg, nýliði er í raun ekki nýliði. Þeir eru sérfræðingar. Þeir eru e.t.v. að spila í fyrsta sinn í Ryder Cup, en þeir eru sérfræðingar.“

„Ég tel að mín fyrsta Ryder bikars keppni gæti hafa verið mín besta.“

„Ég held ekki að þetta skipti máli (þ.e. hvort leikmaður er nýliði eða ekki). Ég vil ferskt blóð.“

En mest af öllu bendir Azinger á mikilvægi þess að „bonda“ (þ.e. tengjast öðrum).  Hann leggur áherslu á þetta atriði og hefur góða ástæðu til að gera svo.

Azinger var með siguruppskriftina 2008 og telur hana sigurstranglega fyrir lið Bandaríkjana nú.

Ennfremur sagði Azinger: „Í þetta sinn erum við taldir vera með lakara liðið og það er staða sem Tom Watson ætti að nota og mun nota.“

„Þegar við erum með klíku-conceptið vinnum við og ég er með góða tilfinningu í þetta sinn.“

——————————————-

Golf 1: Hmmm ….. við sjáum nú til með það!