
Patrick Reed höfðar mál á hendur 2 fréttamönnum CNN
Lögmenn Patrick Reed hjá Klayman’s Law Group, hafa hótað CNN með 450 milljóna dollara meiðyrðamáli ef ekki verður gefin út opinber afsökunarbeiðni til 2018 Masters meistarans og LIV Golf kylfingsins (PatrickReed).
Þeir fréttamenn CNN sem til stendur að stefna eru Jake Tapper og Bob Costas, sem eru sagðir hafa komið með ærumeiðandi ummæli í garð Reed í útsendingu.
Klayman, fyrir hönd Reed, hefur farið fram á opinbera afsökunarbeiðni frá CNN og að útsendingin verði fjarlægð og dregin til baka af vefsíðum CNN, streymisþjónustum og annars konar birtingu „til að draga úr skaðanum sem þeir hafa valdið.„
Ef þetta gerist ekki innan fimm daga áskilur Klayman sér réttinn til „að lögsækja Tapper, Costas og CNN í samræmi við Flórída-lög 770.01 og krefjast skaða- og miskabóta, sem eru vel yfir $450.000.000 dollara.“
„Seint í síðustu viku sendu CNN og Jake Tapper, ásamt íþróttafréttamanni CNN, Bob Costas, út mjög ærumeiðandi sjónvarpssendingu, sem ber titilinn „The Court Fight Between PGA Tour and LIV Golf escaleates as the Saudi-backed LIV tries to avoid handing over Information“, segir í samantekt Klayman’s Law Group.
„Þessi sjónvarpssending, sem hlýtur áhorf víða í Flórída, hjá bandarískiuþjóðinni og á alþjóðavettvangi, var ekki aðeins ærumeiðandi heldur einnig til þess gerð að hvetja til háðs, haturs og ofbeldis gegn leikmönnum LIV Golf, eins og skjólstæðingi mínum Patrick Reed, heimsmeistara og atvinnukylfingi, með því að birta og segja að hann taki „blóðfé“ frá opinberum fjárfestingarsjóði Sádi-Arabíu, í kjölfar harmleiksins 11. september fyrir tuttugu og tveimur (22) árum.
„Greinin gefur líka að minnsta kosti ranglega í skyn að hann noti málshöfðun, sem hann er ekki einu sinni aðili að, til að grafa upp gögn, hafa uppi á, hræða og áreita fjölskyldur 9/11 fórnarlamba. sannleikann, fyrri grein Bloomberg, og vísar til Bloomberg greinarinnar í útsendingunni.“
Síðar segir: „Herra Reed tekur ekki „blóðpeninga“ þar sem hann spilar einfaldlega á golfmótaröð, sem fjármögnuð er af Saudi Public Investment Fund, sem á einnig stóra hluti í ótal bandarískum fyrirtækjum eins og Disney, Boeing, J.P. Morgan Chase, Amazon, Blackrock Inc., Microsoft og mörgum öðrum Reyndar njóta margir styrktaraðilar PGA Tour góðs af þessum fjárfestingarsjóði og PGA Tour kylfingar hafa nýlega fengið leyfi frá PGA Tour til að spila á Saudi International International Golfmóti í Jeddah, 2.-5. febrúar 2023, einnig fjármagnað af Saudi Public Investment Fund. Aramco, olíufélagið í eigu ríkisstjórnar Sádi-Arabíu, styrkir og fjármagnar einnig fjölda LPGA viðburða. Er verið að saka kvenkyns atvinnukylfinga um að taka líka „blóðpeninga?“
„Því eru Tapper, Costas og CNN hér með aðvaraðir að ef opinber afsökunarbeiðni er ekki veitt herra Reed og útsendingin fjarlægð og afturkölluð af vefsíðum CNN, streymisþjónustum og annars konar birtingu, til að draga úr tjóni sem þeir hafa valdið,… áskiljum við okkur rétt eftir fimm (5) daga til að lögsækja Tapper, Costas og CNN í samræmi við Flórída-lög 770.01 fyrir bætur sem eru langt yfir $450.000.000 dollara sem fela í sér bæði miska- og skaðabætur.„
Reed stefndi einnig Brandel Chamblee í desember og krafðist 820 milljóna dala, vegna meiðyrða.
Patrick Reed tekur í millitíðinni þátt í Abu Dhabi HSBC Championship á DP World Tour sem og Dubai Desert Classic í næstu viku. Hann mun einnig spila á Saudi International snemma í næsta mánuði áður en LIV golfmótaröðin hefst í Mexíkó 24. febrúar n.k.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023