Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2016: Stigameistarar!
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram s.l. mánudag 19. september 2016 í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn. Allir keppendur 10 ára og yngri á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fengu viðurkenningarskjal ásamt glaðningi frá Íslandsbanka. Í öðrum aldursflokkum fengu kylfingarnir sem voru í þremur efstu sætunum í sínum aldursflokki veglegan glerverðlaunagrip til eignar og stigameistararnir fengu að auki farandbikar. Stigameistarar á Áskorendamótaröðinni: Hnokkaflokkur, 12 ára og yngri: 1. Arnar Logi Andrason, GK 6900 stig. 2. Heiðar Snær Bjarnason, GOS 6832.50 stig. 3. Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016: Hlynur stigameistari í piltaflokki
Hlynur Bergsson, GKG, er stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2016 – og er þetta er fyrsti stigameistaratitill Hlyns á ferlinum. Viðurkenningar voru veittar í höfuðstöðvum Íslandsbanka að Fiskislóð, mánudaginn 19. september s.l. fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn. Lokastaðan á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í piltaflokki er eftirfarandi: 1. Hlynur Bergsson, GKG 6440.00 stig. 2. Henning Darri Þórðarson, GK 6145.00 stig. 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 5215.00 stig.
Íslandsbankamótaröðin 2016: Hulda Clara stigameistari í stelpuflokki!
Það var Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem varð stigameistari í stelpuflokki (14 ára og yngri) á Íslandsbankamótaröðinni 2016. Þetta er fyrsti stigameistaratitill Huldu. Lokastaðan á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í stelpuflokki var eftirfarandi: Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 9100.00 stig. 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 8150.00 stig. 3. Kinga Korpak, GS 7780.0 Ofangreindir þrír kylfingar voru ávallt í verðlaunasæti á öllum sex mótum tímabilsins.
Íslandsbankamótaröðin 2016: Sigurður Arnar efnilegasti karlkylfingurinn og stigameistari í strákaflokki!!!
Það var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem stóð uppi sem sem efnilegasti karlkylfingur Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 og stigameistari í strákaflokki (14 ára og yngri) í lokahófi Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Fiskislóð, 19. september 2016. Þetta er annað árið í röð, sem Sigurði Arnar er stigameistari, en í ár sigraði hann á fimm mótum af alls sex á Íslandsbankamótaröðinni og er þar að auki tvöfaldur Íslandsmeistari, þ.e. bæði í höggleik og holukeppni. Sérlega glæsilegur árangur þetta hjá Sigurði Arnari!!! Lokastaða efstu manna á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 í strákaflokki er eftirfarandi: Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 9700.00 stig. 2. Böðvar Bragi Pálsson, GR 6627.50 stig. 3. Dagbjartur Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016: Ólöf María efnilegasti kvenkylfingurinn og stigameistari í stúlknaflokki (17-18 ára)!
Ólöf María Einarsdóttir, GM gerir ekki endasleppt. Hún var valin efnilegasti kvenkylfingurinn á lokahófi Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar, mánudaginn 19. september s.l. Jafnframt varð Ólöf stigameistari í sínum aldursflokki, 17-18 ára. Þetta er þriðji stigameistaratitill á ferli Ólafar. Sjá má lokastöðuna á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í stúlknaflokki (17-18 ára) hér að neðan: Stúlknaflokkur, 17-18 ára: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GM 8070.00 stig. 2. Eva Karen Björnsdóttir, GR 7667.50 stig. 3. Saga Traustadóttir, GR 6165.00 stig.
Íslandsbankamótaröðin 2016: Ingvar Andri stigameistari í 4. sinn
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram 19. september 2016, í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Stigameistari í drengjaflokki (15-16 ára) á Íslandsbankamótaröðinni 2016 er Ingvar Andri Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þetta er 2. árið í röð sem Ingvar Andri verður stigameistari í drengjaflokki og 4. árið sem hann fagnar stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni. Staða efstu þriggja á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 í drengjaflokki: Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR 7520.00 stig. 2. Viktor Ingi Einarsson, GR 6112.50 stig. 3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 5946.25 stig
Íslandsbankamótaröðin 2016: Amanda stigameistari í telpnaflokki
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram 19. september 2016, í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn. Stigameistari í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2016 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir, úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Þetta er fyrsti stigameistaratitill Amöndu á ferli hennar. Sjá má 3 efstu kylfinga í telpnaflokki hér að neðan: Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 8685.00 stig. 2. Zuzanna Korpak, GS 8452.50 stig. 3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 7005.00 stig.
Maggi sá fyrsti
Magnús Hjörleifsson sem er að sjálfsögðu Keilismaður, gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór holu í höggi á nýju par 3 brautinni “Yfir hafið og heim” á Hvaleyrinni. Maggi sem er þekktur ljósmyndari og hefur tekið ófáar myndirnar síðustu sumur af þessari glæsilegu braut, sem hafa greinilega hjálpað honum mikið að lesa flötina. Maggi notaði 7 járn í draumahöggið og skráði sig í sögubækur Keilis. Hann er sá fyrsti sem slær draumahöggið á þessari nýju braut, sem verður formlega tekinn í gagnið á 50 ára afmælisári Keilis sumarið 2017. Golf 1 óskar Magga innilega til hamingju með draumahöggið, en þetta er í annað sinn sem Maggi fer holu í Lesa meira
Frægir kylfingar: Cameron Diaz
Flestir kannast við Cameron Diaz en hún er ein af leikkonunum í Hollywood, sem spilar golf. Cameron er fædd 30. ágúst 1972 og flestir muna eftir henni úr kvikmyndum á borð við “There´s something about Mary”; “Being John Malkovich”; “Mask”; “Vanilla Sky”; “The Gangs of New York”; “Charlies Angels”; og “The Holiday.” Í einni kvikmynd sinni, “Day and Knight”, leikur hún á móti Tom Cruise. Í Cameron er mikill demókrati og var ötull stuðningsmaður Al Gore í forsetakosningunum árið 2000; en þá er mörgum í fersku minni í Bandaríkjunum þegar hún gekk um í stuttermabol, sem á stóð: “I won´t vote for a son of Bush!”, meðan hún auglýsti kvikmynd, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Stefánsson – 20. september 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 36 ára í dag. Adam Örn er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum m.a. haustmótaröð GVS 2011 og Opna Carlsberg mótinu hjá Golfklúbbi Hveragerðis 2012 og síðan varð Adam Örn klúbbmeistari GVS 2015. Adam Örn Jóhannsson · 36 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (58 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (55 ára); Jenny Murdock, 20. september 1971 (45 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (38 ára – spilar á PGA Tour) Golf 1 óskar Lesa meira










