Afmæliskylfingur dagsins: Kathy Whitworth – 27. september 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Kathy Whitworth. Kathy fæddist 27. september 1939 í Monahans, Texas og er því 77 ára í dag. Kathy er sá kylfingur (hvort heldur er karl/kvenkyns) sem sigrað hefir á flestum golfmótum atvinnumanna með 98 titla, þar af 88 á LPGA (og þar af 6 sigra á risamótum) , 1 á Evrópumótaröð kvenna og 9 á öðrum mótum. Þessi hávaxna kona frá Texas (1,75 m á hæð) með smitandi hláturinn varð atvinnumaður í golfi árið 1959 og var atvinnukylfingur í 38 ár. Hún vann sér inn $ 1.7 milljónir (um 221 milljón íslenskra króna) á mótaröð, sem var rétt að hefja gang sinn. Árið 1981 varð hún fyrsti Lesa meira
Þórður Rafn á 72 á 1. degi á úrtökumóti f. Evrópumótaröðina í Portúgal
Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék fyrsta hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Ribagolfe vellinum í Portúgal. Þórður Rafn lék 1. hring á parinu, 72 höggum og deilir 31. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Á hringnum fékk Þórður 4 fugla og 4 skolla. Af úrtökumótinu á Ribagolfe komast 23 áfram á næsta stig og þeir sem jafnir eru í 23. sæti og er Þórður Rafn aðeins 1 höggi frá því marki eins og staðan er nú – en mikið golf er eftir og vonandi að Þórði gangi sem best!!! Sjá má stöðuna á úrtökumótinu á Ribagolfe í Portúgal með því að SMELLA HÉR:
Ólafur T-5 e. 1. dag úrtökumóts f. Evrópumótaröðina í Frakklandi
Ólafur Björn Loftsson, GKG, lék í gær 1. hring á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Úrtökumótið sem Ólafur Björn tekur þátt í fer fram á Golf d´Hardelot í Frakklandi. Ólafur Björn lék fyrsta hring á 3 undir pari 68 höggum og er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu ásamt 2 öðrum. 24 og þeir sem jafnir eru í 24. sætinu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins. Sjá má stöðuna í úrtökumótinu í d´Hardelot eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli í 3. sæti í Arizona
Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra Kent State tóku þátt í Maui Jim Intercollegiate í Scottsdale, Arizona í bandaríska háskólagolfinu, dagana 23.-25. september 2016. Lið þeirra Kent State varð í 3. sæti af 16 háskólaliðum sem þátt tóku í mótinu, sem er glæsilegur árangur. Í einstaklingskeppninni lék Gísli á samtals 2 undir pari, 211 höggum (72 67 72) og varð T-18. Bjarki lék á samtals sléttu pari, 213 höggum og varð (68 72 73) og varð T-28. Alls voru keppendur 93. Sjá má lokastöðuna á Maui Jim Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
PGA: Rory sigurvegari Tour Championship – Hápunktar 4. dags – Myndskeið
Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á Tour Championship í gærkvöldi, 25. september 2016. Hann og bandarísku kylfingarnir Kevin Chappell og Ryan Moore, en sá síðarnefndi var síðasti keppandi til að vera valinn í bandaríska Ryder bikars liðið 2016, voru efstir og jafnir eftir 72 holu spil. Þremenningarnir léku þeir hringina 4 á East Lake á samtals 12 undir pari, 268 höggum; Rory (68 70 66 64); Ryan (70 68 66 64) og Kevin (66 68 68 66). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja. Kevin datt út þegar á 1. holu, par-5 18. holu East Lake en þar fékk hann fugl meðan Rory og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sindri Snær Alfreðsson – 26. september 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Sindri Snær Alfreðsson. Sindri Snær er fæddur 26. september 1995 og á því 21 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sindri Snær Alfreðsson (21 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Neil Coles, 26. september 1934 (82 árs); Tryggvi Valtýr Traustason, 26. september 1962 (54 ára); Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði; Spanish Golf Options · 52 ára; Robin Hood, 26. september 1964 (52 ára); Cowboys Issolive (48 ára) Fredrik Jacobson, 26. september 1974 (42 ára); Angela Oh, 26. september 1988 (28 ára) Lesa meira
LET: Ólafía Þórunn lauk keppni T-44 á Opna spænska
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á Andalucia Costa Del Sol Open De España Femenino í gær. Hún lék hringina 4 á samtals 8 yfir pari, 296 höggum (74 73 76 73) og lauk keppni T-44 þ.e. varð jöfn 5 öðrum kvenkylfingum í 44. sæti. Fyrir frammistöðu sína hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á € 1590,- Sigurvegari mótsins varð heimakonan Azahara Muñoz, en hún lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (72 66 70 70) og óhætt að segja að glæsihringur hennar 2. keppnisdag, upp á 66 högg hafi innsiglað sigur hennar. Sjá má lokastöðuna á Andalucia Costa Del Sol Open De España Femenino eða Opna spænska eins og Lesa meira
Haustþing PGA: Agnar og David heiðraðir fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar
Haustþing PGA á Íslandi fór fram dagana 23.-25. september á Selfossi. Mætingin var góð hjá félagsmönnum en haustþingið hefur verið fastur liður í starfi félagsins á undanförnum misserum. Dagskráin var fjölbreytt. Farið var yfir ýmis mál sem koma inn á borð golfþjálfara á Íslandi. PGA kennarar fóru einnig yfir áhugaverða hluti úti á æfingasvæðinu með félagsmönnum. Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 af þeim John Drummond, David Barnwell og Phill Hunter. „Haustþing PGA hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem fastur liður í starfi félagsins. Á þinginu eru málin rædd, og nýjungar kynntar. Það er mikill áhugi Lesa meira
Lið Evrópu í Rydernum á leið til Bandaríkjanna
Hluti liðs Evrópu í Ryder bikarkeppninni var myndað á leið sinni Bandaríkjanna á Heathrow flugvelli í London, rétt áður en þeir flugu til Hazeltine í Bandaríkjunum til að hefja titilvörnina í þessari viku. Fyrirliðinn Darren Clarke stilti sér upp með verðlaunagrip Rydersins meðan Lee Westwood og Danny Willet virtust bara vera í góðu skapi. Það sást til Rafa Cabrera-Bello og Padraig Harrington með sambýlis og eiginkonum sínum. Nú í ár er Bandaríkjamönnum spáð sigri í Rydernum. Fyrirliði Bandaríkjanna, Davis Love III tilkynnti um síðasta leikmann Ryder liðsins bandaríska en það er Ryan Moore og ekki Bubba Watson sem situr eftir með sárt ennið.
Arnold Palmer látinn 87 ára
Ein af golfgoðsögnunum 3 er látin. Arnold Palmer, Arnie, nefndur „The King“ vegna yfirburða hans í golfi, lést 87 ára að aldri í gær, 25. september 2016. Þannig sagði Jack Nicklaus, vinur Arnie um hann: „Hann var konungur íþróttar okkar og mun ávallt vera það,“ Palmer vann 92 titla á ferli sínum og var jafnvígur á golfvellinum og sem businessmaður, golfvallarhönnuður, flugmaður og hann gerði meira en nokkur annar til að auka vinsældir golfsins. Hann var vinsæll; maður fólksins. Arnie vann Masters risamótstitilinn 4 sinnum: árin 1958, 1960, 1962 og 1964. Eins vann hann Opna bandaríska með eftirminnilegum hætti á Cherry Hills CC í Denver 1960 og Opna breska 1961 og 1962. Lesa meira










